Saga - 1964, Blaðsíða 32
24
BJÖRN ÞORSTEINSSON
fagri bannaði siglingar til íslands, en leyfði síðar gegn 5
aura gjaldi á nef hvert, og var það upphaf landaura (Is-
lendingabók I. kap.). I Egils sögu (62. kap.) segir, að um
daga Eiríks konungs blóðaxar hafi eitt sinn verið „far-
bann til allra landa úr Noregi, og komu það sumar engi
skip til íslands og engi tíðindi úr Noregi“. Ólafur Tryggva-
son hafði í hótunum að leggja kaupbann milli Islands og
Noregs og þótti óheyrilegt, að Norðmenn ættu kaupneyti
við heiðingja (Ól. s. Tr. Fornmannas. I., 142. kap.). Um
1174 voru óhægar ferðir milli Islands og Noregs „fyrir
sakir ófriðar þess, er þá var millum“ landanna. Árið 1219
er farbann til íslands úr Noregi og lá við fullum ófriði.
Árið 1243 segir Skálholtsannáll: „Farbann úr Noregi“.
Það hefur ekki verið algjört, e. t. v. bundið við héruð Giss-
urar Þorvaldssonar.1)
I fornum ritum er fræg sagan um það, er Haraldur
konungur harðráði veitti fjórum skipum „mjölleyfi" til
Islands, þá er hér var hallæri mikið. „Hann leyfði utan-
ferð öllum fátækum mönnum, þeim er sér fengi vistir um
haf, og þaðan af nærðist þetta land til árferðar og batn-
aðar“, segir Snorri.2) Svo er sagt, að konungur hafi boðið,
að mjölið skyldi eigi selja dýrar en venjulega, kaupmenn
skyldu ekki notfæra sér neyð Islendinga. Frægð sögu þess-
arar í handritum sýnir glöggt, að hún hefur verið alkunn.
Það er konungurinn, sem greiðir úr þörfum þjóðarinnar.
Af frásögn Morkinskinnu og Flateyjarbókar er helzt að
ráða, að Haraldur konungur hafi sent mjölskipin til Is-
lands, átt þau eða farma þeirra, ekki kaupmenn.
Erkibiskup var einn af aðalkaupmönnum Noregs, og
honum veitir konungur heimild til þess að flytja mjöl til
íslands skömmu eftir að erkistóllinn er stofnaður í Nið-
arósi.
1) J. Jóh.: S. Isl. I. 305.
2) Heimskringla, Har. s. harðr., 36. kap.; sjá enn fr. Morkinskinna
Kh. 1932, 170; Flateyjarbók, Rvk 1945, IV, 119; Fagurskinna, Kh.
1902—03, 263. J. Jóh.: Isl. saga I. 140.