Saga - 1964, Blaðsíða 168
160
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
ingu hans fyrir þeim þrengingum, sem menn þar áttu
við að búa vegna hinnar bágbornu verzlunar hans.
Það er óneitanlega ljótur blettur á Hansteen, að hann
skyldi sporna á allan hátt við verzlun þeirra Kyhns og ör-
um & Wulffs á Raufarhöfn og Þórshöfn, þótt hann væri
alls ófær um að sjá héraðinu fyrir aðflutningum á nauð-
synjum og væri fullkunnugt um, að hungursneyð var mjög
almenn þar, þegar hart var í ári. Mest var þó sökin hjá
rentukammerinu og ráðunauti þess í verzlunarmálum ís-
lands, sölunefndinni, sem gekkst fyrir því, að svo félausum
manni sem Hansteen var afhent Húsavíkurverzlun. Þegar
reynslan hafði svo sýnt, að hann var ófær um að reka
þessa verzlun á viðunandi hátt fyrir Þingeyinga og gat
ekki heldur staðið í skilum við sölunefnd, tók hún þann
kost að halda honum á floti í stað þess að reyna einhverj-
ar nýjar leiðir í verzluninni, t. d. að gefa hana alveg
frjálsa.
Til þess að menn eins og Hansteen gætu lafað við verzl-
unina, var viðhöfð sú aðferð, sem lýst hefir verið hér að
framan, að veita þeim smám saman meiri lán og hindra
sem mest samkeppni annarra kaupmanna við þá. í því
skyni var lögunum um fríhöndlunina þokað meira og
meira í einokunarátt, og er bannið við verzlun á Raufar-
höfn og Þórshöfn í hinum miklu harðindum kringum
aldamótin 1800 ein óhugnanlegasta afleiðing þeirrar
stefnu. Þótt stjórninni væri þá vel kunnugt um hungurs-
neyðina í héraðinu, lét hún sér ekki til hugar koma að
slaka á banninu, en þegar í mest óefni var komið á árun-
um 1802 og 1803, sletti hún aðeins smávegis peninga-
upphæð í amtmanninn til kaupa á kornvörum í verzlunun-
um handa þeim, sem verst voru settir. Því var hins vegai'
lítill gaumur gefinn, hvort einhverjar kornvörur voru til
á hinum löggiltu verzlunarstöðum, en þó að svo væri, gat
verið ærnum erfiðleikum bundið að ná í þær, eins og fyrr
segir.
Skylt er að minnast þess, að verzlunarhættir þessa thna