Saga - 1964, Blaðsíða 48
40
BJÖRN ÞORSTEINSSON
lenzku kirkjuna og hefur sennilega setið að einhverju
leyti að verzlun íslenzku biskupsstólanna, en þeir hafa
verið einna beztir kaupunautar hér á landi. Eftir 1262
bar konungi að halda uppi siglingum til íslands. og er
ekki ósennilegt, að einhverjir hagsmunaárekstrar hafi
orðið milli umboðsmanna þessara höfðingja. Til er ágrip
af fornu skjali, sem greinir frá því, að Magnús konungur
fjórði (lagabætir) hafi lofað erkibiskupi að senda árlega
30 lestir af norrænum varningi til íslands af tekjum sín-
um og landskuldum á Heiðmörk, gegn því, að erkibiskup
sendi af tollum sínum og tíundum birgðir handa þeim, sem
búa á Finnmörku norður. Þetta bréfságrip er yfirleitt
fært til ársins 1267 í handritum, og er sú árfærsla eflaust
rétt.1) Sumir fræðimenn hafa talið, að bréfságrip þetta
væri endursögn á samningum konungs og erkibiskups, sem
áður greinir, en efni þess sýnir, að sú skoðun fær ekki
staðizt. í bréfságripinu felst, að Magnús lagabætir geng-
ur út frá fornum verzlunarfríðindum erkistólsins á fs-
landi sem staðreynd; hann viðurkennir þau óbeint, en er
ekki að endurnýja þau. Þegar árferði var þannig í Noregi,
að útflutningur korns var ekki heimill, þá mun erkibiskup
hafa verzlað hér með aðrar vörur. í sættargerð konungs
og erkibiskups í Björgvin 1273 segir berum orðum, að
heimildin til þess að flytja mjölið til íslands neiti ekki
rétti erkibiskups sjálfs til þess að senda hingað aðrar
vörur. Nú hefur konungur sennilega ætlað sér biskups-
verzlunina í skiptum fyrir hlunnindi norður á Finnmörku,
en þangað var miklu hægara að sækja úr Þrándheimi en
til íslands. Þessi makaskipti hafa hins vegar ekki orðið
endanleg, af því að konungur hafði ekki bolmagn til þess
að einoka íslandsverzlunina; hún varð frjáls norskum
þegnum um skeið. Við sigurinn í Staðamálum 1273 jukust
tekjur Skálholtsstóls stórlega. Þá eru þeir Árni biskup,
1) DI. IX, 5—8. ■— Björn M. Ólsen: Um upphaf konungsvalds á
tslandi, Rvík 1908, 38.