Saga - 1964, Blaðsíða 24
16
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Magnús konungur minniskjöldur að endurnýja réttinda-
bréf Hansamanna í Noregi frá 1294 og afnema allar toll-
greiðslur þeirra. Þjóðverjar drottnuðu örugglega yfir
verzlun Vestur-Noregs, en austan fjalls voru þeir ekki
jafnöflugir. Þar bar stefna ríkisstjórnarinnar meiri ár-
angur. Osló fékk fyrsta réttindabréf sitt árið 1346 og
Túnsberg 1362. Þar voru verzlunarréttindi útlendinga tak-
mörkuð á ýmsan hátt með nokkrum árangri.1)
Samkvæmt samningunum frá 1294 leyfðist norður-
þýzku Hansaborgunum (Hamborg þó ekki með talin) að
flytja varning sinn hvert sem þær vildu innan norska
ríkisins, en þó ekki norður fyrir Björgvin án sérstaks
leyfis.2) Tveimur árum síðar fengu Hamborgarar rétt-
indabréf til verzlunar í Noregi og þar m. a. heimild til þess
að flytja út timbur gegn greiðslu í mjöli.3) Þessi sérsamn-
ingur sýnir, að stjórnin reynir að sundra samheldni
Hansamanna, en sú viðleitni var borin fyrir tímann um
þessar mundir. Þjóðverjar urðu því ágengari sem réttindi
þeirra efldust, og af réttarbót Hákonar háleggs frá 1302
sést, að þá brjóta þeir flest atriði gerðra samninga og
dveljast í landi hans í heimildarleysi.4) Norska stjórnin
reyndi eftir beztu getu að sleppa ekki öllum tökum á utan-
ríkisverzluninni og tryggja stöðu norskra borgara í Björg-
vin sem milliliða milli fiskimanna í Norður-Noregi og
erlendra útflytjenda, sem sóttu skreiðina til Björgvinjar.
Hafi stjórnin talið sér ávinning að því að gera eina borg,
Björgvin, að aðalútflutningshöfn ríkisins og verzlunar-
miðstöð fyrir skreið, þá var sú skipan ekki síður til hag-
ræðis erlendum kaupmönnum, sem þangað sóttu og áttu
þar ávallt vísa von um öruggan markað og nægar vörur.
Þeir losnuðu við alla áhættu, sem því var samfara að sigla
með vörurnar norður í verstöðvarnar, en gátu í þess stað
1) J. Schreinér: Hanseatene og Norges nedgang, 65—75.
2) DN. V, 22—25; sama ítrekað 27. júlí 1305, 47—48.
3) DN. V, 34.
4) Ngl. III, 55—56.