Saga - 1964, Blaðsíða 115
MILLILANDASAMNINGUR
107
verður að álykta, að þar hafi hann minnt á hinn forna
samning sem þann rétt, er íslendingar „hafa beztan haft.“
Sennilegt er auk þess, að Hákon konungur hafi leitazt við
að smíða sér úr samningnum sóknarvopn gegn þrjózk-
um goðorðsmönnum. Beinast lá þá við, að hann reyndi
að fá sem flesta höfðingja utan í einu til að sverja slík-
an samning að nýju í þeirri mynd, sem hann teldi rétta
og fullkomna. Eigi hafði það orðið. Ef að er gáð, þarf
varla að undrast, þó tregða væri.
Milliríkjasamningar á miðöldum höfðu oft orðið skamm-
lífir, líkt og konungar, sem þá gerðu. Enda báru þeir oft
meiri einkamálasvip en þetta norræna skjal, það voru lof-
orð konungs við „sinn konunglegan bróður,“ og í léns-
skipulagi miðalda felst stöðug árátta að gera opinber mál
að einkamálum, og þá gat næsti valdhafi rift þeim.1)
Þetta skjal var sett í Grágás og höldsréttarákvæði þess í
Gulaþingslög hin eldri; í 240 ár virðist afnám ekki hafa
komið til greina. Svo góð ending samnings er eitt af
merkjum þess, að þjóðveldið hafi styrkt með honum jafn-
vægi sitt gagnvart umheimi.
Texti samnings er um 580 orð í Konungsbók, sem næst
fer upprunatextanum, og er hvert orð skilmerkilegt og
markvíst. Aðrir samningar voru á heimsmáli, latínunni,
þessi á talmáli þjóðar, sem nýfarin var að reyna að lesa
um 1083. Það afrek að koma samningsákvæðunum svo
skýrt til skila á bókfellið í frumbernsku ritaldar hefur
tekizt af því, að skýrir menn unnu að og þótti mikið við
^iggja, að vel tækist. Þegar höfundar Gizurarsáttmála
vitna í þann rétt íslenzkra manna, er „þeir hafa beztan
haft“ í Noregi, og framlengja gildi hans mestallt svo lengi
sem ísland lúti konungsvaldinu, hljóta þeir að vita af þeim
rétti skráðum, hvort sem þeim var kunnugt Konungsbók-
areintakið, sem varðveitzt hefur, eða textinn í öðru laga-
handriti.
1) Sbr. einkum H. Mitteis: Die Rechtsidee in der Geschichte, Weimar
W57, bls. 567—612 (Politische Vertrage im Mittelalter).