Saga - 1964, Blaðsíða 22
14
BJÖRN ÞORSTEINSSON
hindra, að Hansamenn næðu töglum og högldum á utan-
ríkisverzlun norska ríkisins. Norsku stórhöfðingjarnir
misstu verzlunina við England í hendur þeirra.
Hansamenn ver'öa mestu raöandi um verzlun Noregs.
Þjóðverjum nægði ekki að leggja undir sig utanríkis-
verzlun Noregs, heldur seildust þeir einnig eftir innan-
ríkisverzluninni. Þegar á stjórnarárum Hákonar gamla
tóku þýzkir kaupmenn að sitja árlangt í norskum borgum,
reka smásölu og kaupa afurðir beint af bændum. Þrengd-
ist því brátt starfssvið norskra kaupmanna. Hansamenn
reyndu hvervetna að kaupa skreiðina beint af fiskimönn-
um og matvæli og grávöru af bændum milliliðalaust. Ef
hina þýzku kaupmenn skorti nauðsynlegar vörur til verzl-
unar í Noregi, smákram eða matvæli, kröfðust þeir réttar
til þess að kaupa hana af öðrum innflytjendum, gestur
mætti verzla við gest, eins og það var orðað. Þessi umsvif
hinna erlendu kaupmanna urðu þyrnir í augum norskra
kaupsýslumanna, hvort sem þau hafa mætt mest á verzlun
stórhöfðingja, sem óttuðust m. a. tekjumissi, er bændur
seldu erlendum kaupmönnum afurðir sínar til útflutnings,
eða þau hafa teflt stöðu norskra smákaupmanna í borg-
um í tvísýnu. Menn eru á einu máli um það, að norsk
borgarastétt hafi aldrei verið öflug á miðöldum, en heim-
ildirnar sýna, að ríkisstjórnin hefur álitið það mjög mik-
ilvægt, ef takast mætti að sporna við því. að útlendingar
næðu innanlandsverzluninni í sínar hendur. Allt frá 1282
reynir hún hvað eftir annað að hafa hemil á vetursetu er-
lendra kaupmanna í norskum borgum, stöðva smásölu
þeirra og gestaverzlun og bein viðskipti við bændur og
fiskimenn.1) Þeim var bannað að verzla með innlendar
vörur í norskum bæj um, kaupa upp erlendar vörur til þess
1) DN. V, bls. 12; Ngl. III. nr. 2, 15, 47, 49, 51, 53, og 70; IV. bls. 360.