Saga - 1964, Blaðsíða 173
Ritfregnir
Ólafur Briem: Vanir og Æsir. íslenzk fræði. Studia islandica 21.
1963. — E. O. Gabriel Turville-Petre: Myth and Religion of the
North. London 1964.
Kitgerðir og bækur um norrænan goðheim og trúariðkanir, prent-
aðar siðan um 1800, eru óteljandi og ættu að hafa tæmt fyrir löngu
öll verkefni nema þau, sem kynnu að renna upp fyrir mönnum við
fornleifafundi. Höfundum þessara tveggja rita er það sameiginlegt
að vera ekki sérfræðingar á neinu af smásjárrannsóknasviðum trúar-
bragðasögunnar né heldur atkvæðamenn í fornleifafræði, enda eru þeir
menn sögulegra vísinda á almennari sviðum. Það er þvi annálsvert um
báða, að þeir skuli hafa markað með ritunum merk spor i goðafræði. ■—
Ritfregnartilgangur minn er ekki að bera þessi 2 rit saman að öðru
leyti, heldur að drepa á fræðileg vandamál, sem eru rædd vel í bók
Gabríels og sum í bæklingi Ólafs.
Ekkert er nýtt undir sólinni, segja menn. Dagrenning trúarbragða,
sem hér ræðir um, er talin til síðsteinaldar og bronsaldar og nánar
sagt eigi fjarri því timabili, er pýramídarnir voru að rísa í Egypta-
landi (2700—1786 f. Kr.). Dagrenning pýramídafræðinnar með kyn-
slóð vorri leitar véfrétta í byggingarlögmálum fornhýsa slíkra til að
segja fyrir um þróun 20. aldar; þær véfréttir gera mönnum og hug-
leikna þá fordóma, sem stéttarhagsmunir klerkavalds fyrir 4000 árum
vöktu til lífs.
Með sama hætti og dálítið rómantískara skilningi hafa gáfaðir
íræðimenn á 19. öld (Grimm, t. d.) og eins allra síðustu árin hneigzt
að þeirri trú, að svonefnd „arísk trúarbrögð" hafi fullskapazt snemma
með „arísku þjóðinni", sem var þá ein þjóð að kalla, og ekki hafi að-
eins týpur vissra goða, heldur æviskrá goðs hvers hlotið árþúsunda
íestu og þá hafi misklíðir þeirra í milli speglað í sér baráttu ein-
stakra stétta eða mannahópa innan hins frumaríska þjóðfélags. Hinn
mikilvirki franski trúarbragðafræðingur Georges Dumézil er aðalmað-
br þessarar skýringarstefnu nú (Les Dieux des Germains, Paris 1959;
eldri útg.: Mythes . . . 1939. — Le Festin D’immortalité. Paris 1924,
sv° aðeins 2 rit séu nefnd). 1 hans augum er skáld Völuspár um 1000
ejgi svo mjög heimildarmaður um trúmálaólgu (og þjóðfélagsólgu)
víkingaaldar með norsk-íslenzkri þjóð, heldur heimildarmaður um
arísk stéttaátök tímans, meðan Egyptar voru að reisa pýramídana
forðum. Eða í þá átt stefna ályktanir hans.
Að áliti Dumézils er sögnin um styrjöld milli ása og vana, sú sem
lýst er í Völuspá, ekki endurminning um togstreitu ólíkra trúarsiða
á Norðurlöndum eða ólíkra þjóða né konunga, sem gátu kosið i milli