Saga - 1964, Blaðsíða 88
80
BERGSTEINN JÓNSSON
niðjum sínum ævafornum réttindum, heldur þvert á móti
þæfzt við eftir föngum og að því búnu bjargað því, sem
bjargað varð með yfirlýsingu.
Eins og nærri má geta um embættismenn á aldri þeirra
Árna lögmanns Oddssonar og Brynjólfs biskups Sveins-
sonar, voru þeir íhaldssamir mjög og andvígir flestum
breytingum, sem snertu þá og þó einkum embætti þeirra.
Er þá sjálfsagt að minna á, að íhaldssemi er ekki sjaldnar
dyggð en löstur, ef hún er sjálfri sér samkvæm og ekki
skilyrðislaus, heldur byggð á yfirveguðu mati.
Ólíklegt er, að konungur hafi fyrr eða síðar átt hér á
að skipa dyggari eða hollari embættismönnum en þessum
tveimur, og jafnvíst er, að augnaþjónar voru þeir ekki. Því
hafa þeir fundið jafngreinilega skyldur sínar við sam-
borgarana og konung sinn. Ógæfa þeirra var sú, að þarna
komust þeir óvænt í aðstöðu, sem hlaut að minna þá á þau
gömlu sannindi, að enginn kann tveimur herrum að þjóna.
Þeir Einar Arnórsson og Jón Þorkelsson bentu á þving-
unina, sem Árni lögmaður og meistari Brynjólfur voru
beittir, tregðu þeirra til að láta undan áleitni útlenda
valdsins, sem á að hafa gert sig líklegt til að sannfæra
þvermóðskufulla með skotvopnum. Hollusta sautjándu
aldar manna við sjálfstæði þjóðar sinnar virtist þá mjög
í ætt við hollustu þeirra, sem komu uppkastinu fræga fyrir
kattarnef árið 1908.
Hætt er samt við, að okkur í dag þyki þetta ekki liggja
i augum uppi. Er ekki skýringin á tregðu þeirra lög-
manns og biskups sú, að þeim hafi hrosið hugur við að
hverfa frá því, sem þeir þekktu gerla, ekki glæsilegra en
það var, að nýlundu, sem þeir höfðu tæplega hugboð um,
hvert leiða mundi? Og hvaða nýmæli þekktu þeir, sem til
góðs hafði leitt um þeirra daga?
Líklegt er, að þorri manna hafi lítinn eða engan mun
séð á Kópavogseiðunum og venjulegri konungshyllingu,
þó að glöggum mönnum dyldist ekki, að til eindæma tald-
ist að þurfa að hylla sama kónginn oftar en einu sinni.