Saga - 1964, Blaðsíða 155
HÚSAVÍKURVERZLUN I FRlHÖNDLUN 147
semi slíkrar verzlunar. Annars væri þessu ekki einu sinni
til að dreifa; meðan Húsavíkurverzlun aukist ekki um
meira en helming frá því, sem verið hefir, hafi hún nóg
viðskipti í hinum hluta héraðsins, og nyrzti hluti Þing-
eyjarþings hafi auk þess sótt verzlun til Vopnafjarðar.24
Rök Þórðar sýslumanns höfðu engin áhrif á rentu-
kammerið, en öðru máli gegndi um kæru Hansteens, sem
brá við hart og snöggt, er hann frétti um ofangreinda
verzlun á Raufarhöfn og Þórshöfn, þar eð hann óttaðist
og ekki að ástæðulausu, að henni yrði haldið áfram, ef
ekkert væri að gert. f kærunni sýndi hann fram á, að þessi
verzlun væri ólögleg samkvæmt tilskipununum frá 1792
og 1793 auk þess, sem hann fullyrti, að hún væri honum
til mikils tjóns. Hann hélt því og fram, að síðan hann
byrjaði verzlun á Húsavík hefði hann látið skip sitt koma
við á Raufarhöfn flest ár. Hann bað því rentukammerið að
fyrirskipa Stefáni amtmanni Þórarinssyni að auglýsa þeg-
ar á komandi vori innihald tilskipananna í Þingeyjarþingi
og það með, að íbúunum bæri að fara eftir þeim. Því til
öryggis vildi hann, að skynsamir menn, sem byggju í nánd
við Raufarhöfn, Þórshöfn og nokkra fleiri staði, þar sem
ólögleg verzlun kynni helzt að verða stunduð, yrðu settir
yfirvöldum til aðstoðar til að koma í veg fyrir hana, tveir
á hverjum stað. Skyldu þessir gæzlumenn fyrst aðvara þá,
sem þeir stæðu að ólöglegri verzlun, en þegar viðvaran-
irnar væru ekki teknar til greina, mættu þeir gera vörur
upptækar, bæði á landi og í skipum.
Rentukammerið hefir sjálfsagt álitið, að tillaga Han-
steens um gæzlumenn yrði nokkuð dýr í framkvæmdinni,
°g sinnti henni því ekki. Aftur á móti skrifaði kammerið
sölunefnd og bað hana að vara hlutaðeigandi kaupmenn
við því að iðka þessa óleyfilegu verzlun eftirleiðis. í bréfi
til Stefáns amtmanns sama dag skýrði kammerið honum
fvá kæru Hansteens og aðvörununum til kaupmanna en
bætti því við, að vegna upplýsinga hlutaðeigandi sýslu-
Uianns, að hin óleyfilega verzlun hafi verið mjög mikilvæg