Saga - 1964, Blaðsíða 100
92
BJÖRN SIGFÚSSON
demónískt heldur en göfugt eðli í valdhafa, liggur einna
næst að spyrja sem svo:
Var ástæöa til að semja um nokkuð við konung?
Næsta konungdæmi við Island var í Noregi. Konungur
átti, þegar hann vildi, svo góða vígstöðu gagnvart land-
inu, að það hefði ekki getað sýnt honum ævarandi mót-
stöðu, þótt hann léti kostnaðar vegna af öllum áætlunum
um hafnbann hér eða herför til að vinna landið. Konung-
ur gat valdið vandræðum með farbanni, þótt hann næði
eigi til að stöðva hvert skip. Hann gat tekið að gíslum
syni eða frændur helztu goða landsins; þeir menn voru
mjög í förum og leituðu þá til hans eða urðu á leið fyrir
mönnum hans á sjó. Engin aðferð við að „friða land“ undir
einhvern konung var tíðari á 10. og 11. öld en sú, að kon-
ungur tæki þar næga gísla og nauðungareiða um hollustu.
En gagnvart frændþjóðinni íslendingum átti konungur
jafnan annarra sambúðarþátta að gæta, sem æskilegt var
að spilla eigi. Hann kaus vægari aðferð.
Meðvitund íslendinga var rík, að þeir tilheyrðu sam-
félagi þjóðanna, sem mál þeirra skildu. I förum kváðust
þeir vera utan sigldir af hólma sínum og út þangað vilja,
en orðalagið að dveljast ytra hefði þýtt að hafast við í
landi sínu, íslandi, þó það tákni núna annað. Aðrar eyjar
norrænna manna vestan hafs lutu Noregskonungi, og þótti
honum og oft einhverjum Islendingum það eitt vera eðli-
leg þróun, að Island gengi einnig undir hann, — enginn
efi í hug þeirra nema um tímann, hvenær það tækist.
Hvort sem konungsleysið á Islandi hafði fyrst komið
af misþokka landsmanna til Haralds hárfagra eða af miklu
fleiri orsökum, var leikum sem lærðum höfðingjum annt
um á 11. og 12. öld að hleypa ekki neinum til valda, sem
ægishjálm bæri, hvað þá konungstign. Með komu her-
skárra ofureflismanna 13. aldar nálgaðist loks sú stund,
sem Snorri segir hafa komið austan fjalls í Noregi um