Saga - 1964, Blaðsíða 66
58
HERMANN PÁLSSON
Heimild Flateyjarannáls um þessa atburði er Lárentíuss
saga eftir síra Einar Hafliðason á Breiðabólstað í Vestur-
hópi, en annállinn var saminn í Víðidalstungu, eins og
kunnugt er. Nú var síra Einar einnig höfundur Lögmanns-
annáls, og hefði því mátt búast við því, að þar hefði Nýja-
landsfundar og afleiðinga hans verið getið, en svo er þó
ekki. í Lárentíuss sögu er frásögnin svipuð og í Flateyjar-
annál: „Á öðru ári prestsdóms síra Lafranz gerðist það
til tíðinda, að Eiríkur konungur sendi Hrólf til íslands að
leita Nýjalands..........Á þriðja ári prestsdóms Laur-
entii krafði Hrólfur um ísland menn til Nýjalandsferð-
ar.“ Þó getur sagan ekki um dauða Hrólfs, eins og gert
er í annálnum.
Engin ástæða er til að efast um, að frásögn síra Einars
af þessum atburðum sé traust og áreiðanleg, svo langt sem
hún nær. Hrólfur kemur til landsins einum átján árum
áður síra Einar fæddist, og hefur Einar átt kost á nægum
heimildarmönnum um svo nýliðinn atburð. 1 báðum ritun-
um, sem tilfærð voru hér að framan, er talað um Nýjaland
eins og alþekkt fyrirbæri, og þó er það ekki nefnt svo í
Flateyjarannál við árið 1285. Einsætt er, að síra Einari
hefur þótt íslandsför Hrólfs sérlega merkileg, fyrst hann
getur hennar í orðfáum annálsgreinum í Lárentíuss sögu,
en ýmsum markverðum samtímaviðburðum er þar sleppt.
Ekki verður sagt um Eirík konung, að hann hafi beðið
lengi aðgerðalaus, áður hann hæfist handa. Fréttin af
landafundinum hefur ekki borizt til Noregs fyrr en árið
1286, og þrem árum síðar sendir konungur erindreka sinn
til Islands. Þótt ekki verði fullyrt, hve lengi Hrólfur
dvaldist á Islandi, má sennilegt þykja, að hann hafi verið
hér allt til dauðadags árið 1295, því að andláts hans hefði
naumast verið minnzt í Flateyjarannál, ef hann hefði lát-
izt utanlands. Hrólfur hefur því verið hér um sex ára
skeið, frá 1289 til 1295. Nú er það eftirtektarvert, að
samkvæmt heimildum virðist Hrólfur þó einungis hafa
starfað um eins árs skeið (1290) að erindum konungs,