Saga - 1964, Blaðsíða 110
102
BJÖRN SIGFÚSSON
Eftir það gerðust konungaskipti í Noregi ófriðarlítið í
100 ár og eigi sízt þá, ef konungsefnin voru á barns-
aldri og gátu engar erjur vakið sjálf, og þá þótti land-
stjórn oft bezt, meðan þau skorti aldur og festu til her-
stjórnar, dóma og úrræða, en lendir menn réðu.
Það mun hafa verið í fullri vitund um hraðvaxandi
mikilvægi konungdóms og kirkjuvalds sem Ólafur Har-
aldsson bauðst til að vera dróttinn Islands, ef landsmenn
vildu. Hann hlýtur að hafa trúað á e. k. köllun til konung-
dóms. Lengi hafa íslenzkir klerkar orðið að una því áliti
stéttarbræðra sinna í Noregi, að afglapi og skaðvaldur
hafi Einar Þveræingur verið að hindra vald heilags kon-
ungs yfir landi. Þótt menn sinntu eigi viljugir þvílíku
áliti, hlaut hitt að gerast smám saman, að breytt andleg
viðhorf í Noregi gagnvart miðaldalegri konungshugsj ón
verkuðu á Islandi með vaxandi krafti, er aldir liðu.
Samfara þeirri þróun og vaxandi Ólafsdýrkun gátu
hirðvistareiðar þeir, sem íslenzkir menn og einkum hinir
frægari höfðu unnið Ólaf helga, gert niðja þeirra og
aðdáendur konungssinnaða. Talið er, að hirð Hákonar
konungs gamla á Islandi hafi orðið þjóðveldinu örlaga-
rík. En í sjálfu sér þurfti eigi að leiða ósjálfstæði af
hirðmennsku eða veru í gestaliði. Hin mögnuðu örlög af
þeim völdum tóku að verka eigi síðar en í tíð Þórarins
Nefjólfssonar, dvínuðu aldrei síðan mjög, en urðu varla
að háska fyrr en með Sturlu Sighvatssyni og Þorgilsi
skarða. Með einhverjum hætti hefur tekizt að efla mót-
vægisáhrif með þorra þeirra manna, sem hirðvistar nutu.
Höldsréttarsamningurinn.
Eigi er vitað, hvaða ár það var, sem Ólafur konungur
„gerði skýrt“ um höldsrétt og landaura, en menn hafa
talið 1022 svo sennilega ágizkun, að ekki geti mörgum
árum skakkað né nánara ártal fundizt. Orðalag Islend-
ingabókar: „Ólafur enn digri gerði skýrt . . .“ gæti bent