Saga - 1964, Blaðsíða 150
142
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
njótandi árið 1799 og fyrr segir frá. í bréfi til rentu-
kammersins það haust segir Þórður sýslumaður Björns-
son, að sýslubúar sæki eins og áður sumpart verzlun til
Akureyrar, nefnilega úr 6 vestustu hreppunum (þ. e. allt
norður að Tjörneshreppi). Ibúar norðurhlutans verzli sum-
part á Húsavík, en sumir þeirra hafi rekið sláturfé sitt
til Austurlands, meira að segja til Reyðarf j arðar. Korn-
vöruverðið telur hann vera orðið óþolandi hátt á Húsavík,
enda sé það áberandi hærra þar en í nokkurri annarri
verzlun á Norðurlandi.
Sökum fjárfellisins og skortsins, sem sigldi í kjölfar
hans, áttu menn miklu meira en nokkru sinni áður líf sitt
undir því, að matvörur fengjust á verzlunarstöðunum.
Hansteen hafði flutt óvenjulega miklar kornvörur til Húsa-
víkur sumarið 1800, enda sendi hann þá 2 skip þangað.
Nokkurt magn af þessu var þó engin gæðavara, en slæm-
ur og óþroskaður rúgur, sem seldist ekki það ár, enda
reynt að pranga honum út fyrir 7 ríkisdali 64 skildinga
tunnuna, er ekki þótti nema 5 ríkisdala virði í mesta lagi.
Haustið 1801 og vorið 1802 neyddust menn hins vegar til
að kaupa þennan rúg fyrir ofangreint verð og hið skárra
af honum meira að segja á 8 ríkisdali tunnuna. Til sam-
anburðar skal þess getið að haustið 1802 gaf verzlunin í
mesta lagi 1 ríkisdal 74 skildinga fyrir ársgamlan sauð, 9
skildinga fyrir tólgarpundið og 9—10 skildinga fyrir ull-
arpundið.
Sumarið 1802 voru rúgur og mjöl, sem voru aðalkorn-
vörurnar, er inn voru fluttar, gengin til þurrðar í Húsa-
víkurverzlun um miðjan júní, en ekkert skip kom þangað
fyrr en 25. ágúst og þá aðeins með samtals 400 tunnur af
rúgi og 50 tunnur af matbaunum, og meira sendi Hansteen
ekki af matvörum það árið. Er það því engin furða, þótt
Þórður sýslumaður sé þungorður í bréfi sínu til rentu-
kammers þetta haust og segi verzlunina vera einokaða og
þjakandi fyrir sýslubúa, enda hafði þá líka hið margítrek-
aða bann stjórnarinnar við verzlun á Raufarhöfn og Þórs-