Saga - 1964, Blaðsíða 111
MILLILANDASAMNINGUR
103
til, að hann hafi valið samningnum það birtingarform að
lýsa yfir þessu í konungsræðu („skýrt“, sbr. egs. sciran
= declare, make known). Eigi er það ósennilegra fyrir
þá sök, að Ari segir Þorkel föðurbróður sinn hafa sagt
sér þetta, son Gellis frá Helgafelli, sem verið hafði fám
árum eftir þetta gísl með Ólafi digra og mátti trútt um
atburði tala. En það, að 1056 og 1088 voru samnings-
ákvæðin eiðum fest af hálfu íslendinga, bendir eindregið
til, að þeir hafi í öndverðu einnig tryggt gildi þeirra með
særum við konung.
Saga samningsins síðar felst í handritum hans. Hann
er varðveittur í Konungsbók Grágásar frá miðri 13. öld
og í yngra fornlagahandriti, Skinnastaðabók (A. M. 136,
4to). Birtur hefur hann verið á prenti í Grágás, íslenzku
fornbréfasafni og Islendingasögu Jóns Jóhannessonar
(1956), sbr. einnig íslenzk smárit, útg. Bogi Th. Melsteð
(Kh. 1913). Það er einkum Konungsbókartextinn, sem hlýt-
ur að smáviðbótum undanteknum að vera trútt eftirrit
eldra skjals og lýkur með þessu niðurlagi, sem tilheyrir
eldra stigi en yfirleitt varðveittist í þeim meðförum, þegar
bókfærður var Vígslóði og margt annað í lögum 1117 og
næstu ár: „Gizur biskup og Teitur filius ejus, Markús,
Hreinn, Einar, Björn, Guömundur, Da'öi, Hólmsteinn, þeir
sóru þess, aö ísleifur biskup og menn meö honum svöröu
til þess réttar, sem hér er merktur, aÖ þann rétt gaf
Ólafur hinn helgi íslendingum eöa betra.“
Engar líkur eru til, að Gizur biskup og Markús Skeggja-
son, hafi samtímis gist Noreg síðar en 1083, þegar Gizur
var á heimleið frá vígslu, og fyrr en þá gat Teitur filius
ejus, þ. e. sonur Gizurar, eigi gerzt fremstur goði Hauk-
dæla í föður síns stað, en þarna sór Teitur vitanlega sem
goði fyrir lögréttunnar hönd eins og þeir goðorðsmenn
sj'ö, sem á eftir eru taldir. Eyrir Borgfirðinga og Vest-
firðinga sóru Hreinn Hermundarson og Einar, sem verið
hefur son Illuga farmanns og hirðmanns frá Reykhól-
Um. Fyrir Norðlendinga sóru Björn, líklega sonur Þor-