Saga - 1964, Blaðsíða 44
36
BJÖRN ÞORSTEINSSON
að til lands. Vöxtur borga í Noregi, einkum Bjöi’gvinjar,
stóraukin verzlun Hansamanna og efling norska höfðingja-
valdsins verða til þess að einangra Island. Vaxandi vöru-
markaður í norskum borgum hefur haft meira aðdrátt-
arafl en íslenzkar kaupstefnur, og hér úti var yfirleitt ekki
eftir öðrum varningi að slægjast en þeim, sem einnig
var fáanlegur í Noregi. Það er eftirtektarvert, að þessi
gangur málanna leiddi ekki til aukinnar viðleitni fslend-
inga til kaupsiglingar, fyrr en nokkru eftir að Gamli sátt-
máli var gerður. Hér er því margs að gæta. Á miðöldum er
fólksfjölgun aðalhreyfiafl samfélagsins. Á 12. og 13. öld
er talsvert um landnám í Evrópu, borgir vaxa og verzlun
glæðist. Þá urðu allmiklar verðhækkanir, einkum á mat-
vælum, t. d. hækkar verð á korni á Englandi rúmlega um
helming miðað við silfur á árunum frá því um 1170 til um
1250, en kýrverðið á íslandi hækkar á sama tíma um tæp
70%. Þótt hér verði þannig allmiklar verðhækkanir eins
og annars staðar á Vesturlöndum um þær mundir, þá bend-
ir ekkert til þess að fjárhagsleg afstaða fslendinga í verzl-
unarmálum hafi batnað til muna; t. d. virðist íslenzk
skinnavara hafa fallið í verði, þegar líður á 13. öld. Magnús
Már Lárusson hefur rannsakað manna bezt verðlag hér á
landi á þjóðveldisöld. Hann telur, að staðreyndir sýni, „að
á 13. öld ríkir hér nákvæmlega sama ástand í peninga-
málum og í Noregi . . . , enda má gera ráð fyrir, að verzl-
unin hafi þá um langt skeið verið aðallega í höndum
Norðmanna og annarra erlendra manna. Kaupmáttur
peninga (myntar) minnkar og vöruverð fer stórhækk-
andi, einkum á lífsnauðsynjum".1) Þótt hér yrðu ekki
miklar framfarir í atvinnuefnum, þá hefur byggðin þétzt
á 12. og 13. öld, hjáleigu- og kotabúskapur hefur vaxið,
þegar líður á tímabilið; þá eflast fiskveiðar og fólki fjölg-
ar eitthvað. Hins vegar rísa hér hvorki upp þorp né borg-
ir, og íólksfjölguninni er skorinn þröngur vaxtarstakk-
1) Saga 1960, 85—86.