Saga - 1964, Blaðsíða 131
HÚSAVÍKURVERZLUN 1 FRÍHÖNDLUN
123
iRenn í einum þeirra 6 staða, er veitt höfðu verið kaup-
staðarréttindi, megi óhindrað stofna verzlun á hvaða stað,
þar sem þeir vilji helzt og geti.4
Það munu hafa verið ofannefnd ákvæði verzlunarlag-
anna, sem urðu tilefni þess, að Björn Tómasson, sýslumað-
ur Þingeyinga, fór fram á það við rentukammerið árið
1789, að það leyfði og styddi siglingar til Þórshafnar. Gat
sýslumaður bæði bent á, hve langa og erfiða leið Lang-
nesingar áttu til Húsavíkur og það, að Pétur Hansteen
kaupmaður, sem fengið hafði eignir konungsverzlunar-
innar þar vorið 1788, birgði verzlun sína alls ekki þannig
að nauðsynjum, að það nægði Þingeyingum. Rentukamm-
erið bar þessa tillögu undir sölunefnd verzlunareigna kon-
ungs, sem hafði það hlutverk að koma fríhöndluninni í
framkvæmd, og tók nefndin sæmilega í þetta. Svaraði hún
því til 7. maí 1790, að ef einhver maður, sem væri búsett-
ur í landinu sjálfu, vildi koma á fót verzlun á Þórshöfn,
væri nefndin ekki ófús að styðja málið með einhverju
peningaláni, ef um hæfan mann væri að ræða, enda væri
sögð vera góð aðstaða til þorsk- og hákarlaveiða á þessum
slóðum. Hins vegar áleit nefndin, að brátt myndi rætast
úr vöruskortinum á Húsavík, þar eð Hansteen kaupmaður
setlaði að senda þangað tvö skip þá um sumarið.5
Ekkert varð úr framkvæmdum á Þórshöfn í þetta skipti,
enda var þá fátt um menn á íslandi, sem bjuggu yfir
nægri þekkingu og áræði eða voru nægilega efnaðir til að
stofna verzlun, og allt benti til, að lán það, er sölunefnd
hafði boðið, myndi ekki verða sérlega ríflegt, ef á reyndi.
Eændur á Sléttu og Langanesi sneru sér þá til Friðriks
Lynge, kaupmanns á Akureyri, og mæltust til þess, að
hann setti upp verzlun á Raufarhöfn, enda myndi það
ýta mjög undir framtakssemi þeirra við fiskveiðar og þó
einkum selveiðar. Þetta áréttaði Björn sýslumaður í bréfi
til rentukammers, og Lynge sótti um leyfi sölunefndar
haustið 1792 til húsbyggingar og verzlunarreksturs á
Eaufarhöfn ásamt peningaláni vegna kaupa á sérstöku