Saga - 1964, Blaðsíða 156
148
SIGFCJS haukur andrésson
íbúunum, þar eð nauðsynjar hafi skort í Húsavíkurverzl-
un, gæti verið ástæða til að láta sakir niður falla í þetta
skipti. Var amtmaður að lokum beðinn að athuga þetta mál
og senda rentukammerinu síðan álitsgerð um það.25
Út af þessu skrifaði svo amtmaður Þórði sýslumanni
haustið 1799, og að vonum kallar hann kæru Hansteens
eigingjarna, ómannúðlega og honum til lítils sóma, því að
bæði á síðastliðnu ári og oft áður hafi hann átt sök á
skorti og hungursneyð meðal héraðsbúa með hinum slæ-
lega verzlunarrekstri sínum. Samt sem áður sé Hansteen
þó svo ósvífinn að halda því fram í kæru sinni, að hann
hafi látið sigla á Raufarhöfn flest verzlunarár sín á Húsa-
vík. Amtmaður álítur, að lausaverzlun sú, sem Hansteen
kærir yfir, hafi verið mjög mikilvæg nyrztu sveitum sýsl-
unnar og bjargað nokkrum fjölskyldum frá því að fara á
vergang og jafnvel ýmsum frá hungurdauða. Sökum bréfs
rentukammers verði hann þó að biðja sýslumann sem ná-
kvæmastra upplýsinga um þessa verzlun, einkum um gagn-
semi hennar og það, hve oft Hansteen hafi í raun og veru
látið skip sitt sigla á Raufarhöfn. Óskaði amtmaður að
fá svar sýslumanns fyrir brottför skipanna frá Akureyri
þá um haustið, enda var hann þá sjálfur á förum til Kaup-
mannahafnar.20
Þórður svaraði um hæl, að hann hefði raunar engu að
bæta við það, sem hann hefði skrifað rentukammerinu
árið áður um mikilvægi verzlunar þeirra Kyhns og Örum
& Wulffs, nema að sökum þess, að skip Hansteens fór
aldrei nema eina ferð sumarið 1798, hafi þá aðeins komið
tæpar 200 tunnur alls af kornvörum til Húsavíkur. Þetta
viti rentukammerið mætavel af skrám þeim, sem því hafi
verið sendar yfir innfluttar vörur til Húsavíkurverzlunar.
Allir sjái, að hve litlu gagni þessar 200 tunnur séu í heilt
ár handa um það bil 400 fjölskyldum, sem búi í Þingeyjar-
sýslu. Samt sem áður sjái Hansteen ofsjónum yfir því,
að fólk, sem hann hafði skuldbundið sig til að sjá fyrir að-
flutningum á nauðsynjavörum, fékk þær fyrir tilstilli ann-