Saga - 1964, Blaðsíða 26
18
BJÖRN ÞORSTEINSSON
grávöru á Hálogalandi og Finnmörku1), og öll verzlun
um Finnmörku var sennilega háð konungs leyfi þegar á
11. öld. í þáttum í Morkinskinnu (Sneglu-Halla og Odds
þætti Ófeigssonar) greinir frá Einari flugu, lendum manni
konungs, er hafði sýslu á Hálogalandi og finnferð. Þegar
hann kemur á Mörkina sumar eitt á dögum Haralds kon-
ungs harðráða (1047—66), mætir hann Islandsfari, „og
höfðu þeir orðið þangað sæhafa og setið þar um veturinn.
Bar ég á hendur þeim, að þeir mundu átt hafa kaup við
Finna fyrir utan yðvart lof eða mitt“, segir Einar kon-
ungi. Hann gerði skipið upptækt og drap kaupmennina.2)
Finnmörk var fyrsta skattland norsku krúnunnar, og
skipti stjórnarinnar við þann ríkishluta mótuðu að nokkru
réttarstöðu skattlandanna innan norska ríkisins, þegar
stundir liðu. Á Hálogalandi giltu snemma svipaðir verzl-
unarhættir og norður á Finnmörku. Aðalútflutningsvara
Háleygja var skreið, en grávaran átti að lenda beint í fé-
hirzlu konungs. Á fyrstu áratugum 12. aldar tók konung-
ur að heimta skatta af fiskveiðum og verzlun þar norður
frá, og hafa þeir yfirleitt verið fluttir á markað suður til
Þrándheims og Björgvinjar.3) Hin verðmæta grávara,
sem aflað var norður á Finnmörku, er talin valda því, að
konungsvaldið reyndi að einoka sem rækilegast alla verzl-
un við þennan ríkishluta. Önnur skattlönd Norðmanna
virðast hins vegar hafa staðið upphaflega í frjálsu verzl-
unarsambandi við Noreg; verzlunin þar verið frjáls norsk-
um þegnum. Þannig finnast dæmi þess, að konungur veiti
stórhöfðingj um leyfi til verzlunar á Finnmörku og Háloga-
landi, en ekki í öðrum hlutum ríkisins. Heimild frá 16. öld
greinir frá því, að kanokar í Björgvinjarbiskupsdæmi og
munkar í Halsnoyarklaustri á Hörðalandi hafi snemma á
13. öld fengið leyfi til þess að senda búvörur, sem þeim
1) Ngl. I (Frostaþl.), 257; Ræstad: K. S. 37.
2) Flateyjarbók 1945, IV, 208— )09, 162—’63; Isl. fornr. VII, 367—’'68.
3) Ngl. I, 257; Ræstad: K. S. 39.