Saga - 1964, Blaðsíða 99
MILLILANDASAMNINGUR
91
og vér nefnum svo að dæmi Snorra og hans. Emundur
lögmaður af Skörum (Heimskr., Ól. s. helga, 94. kap.) vill
aftur á móti konungsvald yfir land og setja til þess emb-
ættis þann einn, „er oss þykir bezt til fallinn, hvort sem
sá er af höfðingjaætt eða eigi.“ Þess kyns skilningur á
konungsembætti mun ekki vera hugsanlegur með norræn-
um mönnum fyrr en á 12. öld og þó varla þá og kemur
hvergi ljóst fram fyrr en í þessum dæmum Snorra Sturlu-
sonar, skráðum um 1230.
Þegar átök hófust seinnipart 11. aldar milli páfavalds
°g þjóðhöfðingja á meginlandi, hömpuðu talsmenn hinna
síðarnefndu biflíuorðum, sem kenndu kristnum mönnum,
að öll völd væru lén og gjöf frá Guði, og eigi mætti maður
ué jafnvel páfi þá gjöf frá konungi taka. Gregoríus páfi
7., Hildibrandur (d. 1085), var eigi sá maður, að hann gæf-
Íst upp bardagalaust fyrir þeim ógætnisorðum Páls post-
ula, en skrifaði fáeinum þýzkum biskupum sínum, að lén
það og veldi, sem sumir höfðingjar réðu, kynni eigi síður að
vera lén frá andskotanum. Árin, sem þau páfaorð voru
rituð, lifðu enn menn á fslandi og í Noregi, sem alizt höfðu
í þeirri heiðnu trú, að það væru æsir ýmsir, sem mestu
hefðu ráðið um það fram til dauða heiðins Sveins tjúgu-
skeggs (1014), hverjir náðu sigri í orustum og stýrðu
löndum, enda var trúað, að guðlegt æði eða guðinn sjálfur
gæti átt sér stað í konungi í bardaga („þar var sjálfur
Sigtýr í sækiálfi . . . þeim stýrðu goð beima“ — Haraldi
gráfeldi). Nú var Sigtýr = Herjann = andskotinn, og kom
aUt heim við kenning Hildibrands um pólitík andskotans,
°£ ekki hefur þvílík hugleiðing laðað fyrstu íslenzka bisk-
uPa að því að ganga konungdæminu á hönd, þótt rækja
ttiætti vináttu við konung, ef þekktur var að góðu.
Ur því að uppreisnarréttarandi af kunnri miðaldateg-
und var til í forystuættum þjóðveldisins og menn kunnu
samtímis á því deili, hver ófriður stóð oft af konungum
°8’ lagabrot og að konungstign varð oft til að framkalla