Saga - 1964, Blaðsíða 31
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
23
Síðar bera íslendingar skipaákvæðið ekki fram í sam-
skiptum sínum við konungsvaldið svo að vitað sé sem kröfu
um kaupsiglingu, heldur sem réttlætingu á gjörðum sínum
í verzlunarmálum. „Kom og yðvart bréf hér í landið til oss,
í hverju þér forbuðuð oss að kaupslaga með nokkura út-
lenzka menn. En vorar réttarbætur gjöra svo ráð fyrir, að
oss skyldi koma sex skip af Noregi árlega, hvað sem eigi
hefur komið upp á langa tíma, hvar af yður náð og þetta
fátæka land hefir tekið grófan skaða. Því upp á guðs náð
og yðvart traust höfum vér orðið kaupslaga með útlenzka
menn, sem frið hafa farið og réttum kaupningsskap og til
hafa siglt.“ Þannig farast þeim orð í bréfi til konungs
af Alþingi 1419.
Menn hafa ekki verið á einu máli um það, hvað felist
í skipaákvæði Gamla sáttmála.
Konrad Maurer taldi, „að sex skipa talan í Gamla sátt-
mála sé ekki svo meint, að konungur skyldi sjálfur senda
svo mórg skip á ári, heldur hitt, að hann mætti aldrei
leggja fullt farbann milli landanna eða hann mætti aldrei
banna sex skipum siglingu til Islands, fermdum þeim
gæðum, sem landinu væru nytsamleg".1)
Björn M. Ólsen áleit, að Magnús lagabætir hafi talið
sér heimilt „að leggja einokunarhöft á verzlun Islands, og
heimild sú, sem hann þóttist hafa, getur ekki verið nein
önnur en hið óheppilega ákvæði um skipin í GlSm.“2).
Með skipaákvæði Gamla sáttmála „afsalaði konungur
sér ekki aðeins rétti til þess að banna vöruflutninga til
íslands, heldur tók hann sér á herðar þá skyldu að sjá
íslendingum fyrir nauðsynjum", segir Jón Jóhannesson.3)
Maurer bendir réttilega á, að íslendingar hafi fengið
að kenna eftirminnilega á því, að konungar Noregs hlut-
uðust margoft til um siglingar til landsins. Haraldur hár-
1) K. Maurer: Verzlunarsaga, Ný félr. 1862, 114.
2) B. M. Ó.: Um upphaf konungsvalds, Rvík 1908, 40.
3) J. Jóh.: Isl. s. I, 335.