Saga - 1964, Blaðsíða 70
62
HERMANN PÁLSSON
brauð. Árna saga tekur fram, að ekki skapaðist að Holts-
tollamálum á þessu þingi. Árið eftir á þingi deila þeir um
þessi mál, Árni biskup og Hrafn Oddsson, eins og sjá má
af Árna sögu: „Hrafn taldi og á Þorvald prest, er hann
hafði prófastsdæmi á Vestfjörðum, svo og Holtsstað í Ön-
undarfirði. Hrafn taldi og á, að kirkjur þær, sem hann
hafði taka látið bæði í Vatnsfirði og í Holti, svo og á
Breiðabólstað, þar sem hann borgaði fyrir bróður sinn,
misstu fjár fyrir síra Þorvaldi, er fyrr var nefndur.“ En
Hrafn var ekki sá eini, sem lét sér mislíka meðferð síra
Þorvaldar á kirknafjám, því Árni biskup þoldi fjársukk
hans engu betur, eins og síðar verður rakið.
Samkvæmt Árna sögu virðist síra Þorvaldur hafa verið
endurskipaður prófastur árið 1285, sama árið og þeir
bræðurnir sigldu vestur: „Þetta haust gefur Árni biskup
.... Þorvaldi presti Holtsstað í Önundarfirði og skipar
af nýju þar með prófastsdæmi, og eirir Hrafni það stór-
illa.“ Hrafni er þetta svo mikið kappsmál, að hann ritar
biskupi bréf, þar sem hann segir meðal annars: „Vitið
það til víss, að meðan ég hefi sýslu af Noregs konungs
hendi í Vestfjörðum, skal Þorvaldur eigi hafa prófasts-
dæmi, og eigi hefir hann staðinn í Holti, nema hann verði
ríkari en ég.“
Árið 1286 afræður Hrafn að láta taka síra Þorvald
höndum. Hann biður Eirík Marðarson að koma „sem
skjótast í móts við sig í Steingrímsf j örð að óvörum Árna
biskupi og taka þar Þorvald prest Helgason sakir forns
fjandskapar og skulda þeirra, er hann hafði eigi lokið
Hrafni og þeir bræðr, þá fimm tigu marka, sem hann
lánaði þeim fyrr í Noregi. Hugðu þeir að biskup mundi
sljóvast, ef hann sæi, að Þorvaldi mundi skemmdir veitt-
ar.“ En vinur Árna biskups komst að þessari ráðagerð, og
biskup sendi síra Þorvald vestur í Holt, og náðu menn
Hrafns honum ekki. Hrafn kunni þessu mjög illa.
Árið eftir lét Hrafn rita bréf og lét lesa í hverri kii'kjn-
sókn á Vestfjörðum. f því sagði meðal annars, „að hver