Saga - 1964, Blaðsíða 103
MILLILANDASAMNINGUR
95
persónuástæðum reyndust íslenzkir verzlunarhagsmunir
háðir konungi. Þannig var aðstaðan, virðist manni, þeg-
ar ísland gerði fyrsta milliríkjasamning sinn og gerði
hann einmitt við Ólaf konung digra, síðar hinn helga.
Samningurinn er ýmis nefndur höldsréttar- eða landaura-
samningur eftir því, hvort sögusamhengið krafðist held-
ur áherzlu á íslendingsréttinn í Noregi eða konungsrétt-
inn til að taka landaura af hverjum íslenzkum karlmanni,
sem kom þar að landi í ferðum eða til dvalar.
Nú skal rætt nánar í sínum þætti um hvort, aðstöðu
þeirra handgengnu manna og tilveru samningsins seint
og snemma. Af greinum hans skal í bili eigi rakið nema
það, að í Noregi skyldu íslenzkir menn eiga kröfu til
sömu bóta sem höldar, ef þeim var móti gert, mun hærri
en búendur aðrir, og skylt var þeim sem höldum að verja
Noreg með konungi, en óskyldir að fara herfarir úr landi
hans; þeir nutu einnig tollfrelsis í landinu og réttar að
taka sér ókeypis vatn og eldivið, þar sem konungsskóg-
ar voru. Ferðafrelsi til Noregs og þaðan hvert sem vildi
skyldi Islendingum tryggt. Landaurar virtust vera gerðir
að endurgjaldi fyrir rétt. Konungshugsun var það.
Handgengnir íslendingar með Ólafi Haraldssyni.
Engin óheilindi voru í þeim vináttuboðum, sem Ólafur
konungur lét Þórarin Nefjólfsson flytja fyrir sig á Al-
þingi um 1026 og bað segja íslendingum, að „hann vill
vera y’ðar dróttinn, ef þér viljið vera hans þegnar, en
hvorir annarra vinir og fulltingsmenn til allra góðra
hluta.“
Arfsögnin um þessa málaleitun hlýtur að vera forn.
>að hefði eigi þótt sæmandi skáldskapur að ætla helgum
konungi að hafa ágirnzt landið; í sögnum mátti vel koma
því hlutverki fremur á Harald harðráða bróður hans.
Eigi hefði Snorri hagað skáldskap sínum á þessa lund,
nema hann væri viss um sannleikskjarnann. Hann varð