Saga - 1964, Blaðsíða 75
LANDAFUNDURINN ÁRIÐ 1285
67
sem þá var fyrir staðnum í Skálholti, með tveim prestum.
„Herra ábóti segir þeim og það, að síra Þorvaldur hefði
siglt í ólofi og hafði með sér alla peninga sína, en goldið
eigi kirkjunum það, sem Árni biskup kvað á, en verið í
Holti um veturinn og hafði við hönd sér manns konu, þá
er Valgerður hét og var Gunnarsdóttir, og fengið þar af
mikla ófrægð, og prófaðist á hann, að hann hefði fleiri
kirkjum rangt gert en fyrr er greint, en sukkað í sumum
stöðum Rómaskatti í Vestfjörðum, svo að ekki hefði fyrir
komið, og hann kveðst ritað hafa til Noregs framferðir
hans, svo að þar mætti rétt af honum gera.“
í ádeilu Runólfs ábóta koma því fram nýir þættir í fari
Þorvalds. Presturinn hafði ekki einungis svikizt um að
gjalda skuldir sínar við kirkjuna og farið í óleyfi biskups
í siglingu, heldur hafði hann einnig dregið sér Rómaskatt
og jafnvel tekið sér gifta konu. Uppreist hans gegn aga
kirkjunnar er því ekkert vafaatriði, og hann hefur hlotið
að treysta góðum formælendum í Noregi. En um þessar
mundir deyr Hrafn Oddsson (22. nóvember 1289), og brátt
dregur nær ævilokum Þorvalds sjálfs.
10. Þorvaldur Helgason var ekki þesslegur maður að
láta bann biskups aftra sér frá utanför, og árið 1290 legg-
ur hann hinzta sinni úr vör á íslandi. „Á þessu sumri fór
Þorvaldur í skip að nýju í ólofi Runólfs ábóta. Hafði hann
næsta vetur þá aðferð, sem áður var frá sagt, en svo fór
sigling hans, að þeir létu skip við Færeyjar, en tóku allir
land. í þessi ferð hendi hann hörmulegt tilfelli, að þar
(áður var hann sakir frænda og framkvæmda og mikilla
mennta öruggur ásóknarmaður óvina guðs kristni, meðan
hann hélt trúnað við sinn herra) — var hann gripinn af
ohreinum anda svo harðlega, að til heilagrar Magnús-
kirkju leiddu hann tíu menn fyrir nauðsyn og inn í kirkju.
Og er hann kom að dyrunum varð sá hlutur, er ótrúlegur
^ætti þykja, ef eigi vitað væri, um þann grun, sem heilag-