Saga - 1964, Blaðsíða 106
98
BJÖRN SIGFÚSSON
Austurvegi (1030) til að brjóta Noreg til hlýðni við Guðs
lög, og þá hafi hann fengið hið mikla lið sitt frá Svíum
(þ. e. konunginum mági sínum) og frá Islendingum (II.
bók, 61. kap.). Maður gæti freistazt af þeirri samtíðar-
sögn til að spyrja sem svo, hvort menn fæddir í Noregi
hafi e. t. v. verið fámennari en íslendingar í konungsliði
á Stiklastöðum. Hirðmenn voru skjaldborg hans. Þeir gátu
verið allt að 60 á hverjum tíma, en voru nú margir stokkn-
ir frá honum til Knúts ríka. Fáliða hópur Arnmæðlinga
og Upplendinga skipaði sér enn sem fyrr ið næsta honum.
Tala gesta skyldi vera 30, og hún hefur getað fyllzt
á för Ólafs konungs um Svíþjóð rétt áður (Heimskr. II, 57.
kap.). Nú skal nafngreina íslendinga, sem konunginum
höfðu fylgt, en eigi verður hér greint í milli, hverjir komu
og hverjir ekki í síðustu orustu hans.
Frægstur var stallarinn, Sighvatur skáld frá Apavatni.
Á fyrsta vetri sem Ólafur digri réð landi, kom hann í
hirð hans, unglingur skegglaus, og vildi færa kvæði, en
Ólafur vildi enn eigi láta kveða um sig. Með konungi voru
Þórður skáld faðir Sighvats og bræður tveir, sem virðast
dóttursynir Þórðar, þeir Óttar svarti skáld og Þórður
skotakollur. Þórður Sjáreksson var þar, mágur Hjalta
Skeggjasonar og kvað m. a. erfidrápu Ólafs síðar. Þórður
Kolbeinsson skáld og Björn Hítdælakappi munu hafa
gerzt handgengnir. Bersi Skáldtorfuson og Þormóður
Kolbrúnarskáld urðu þátttakendur í sögu Ólafs digra.
Á Stiklastöðum féllu með honum auk Þormóðs íslenzku
skáldin Þorfinnur munnur og Gizur gullbrá, en einnig
kemur við sögu Ólafs Gizur skáld svarti, sem virðist ann-
að skáld en hinn með gullnu brána. Eftir 10—12 skáld
hefur því varðveitzt íslenzkur kveðskapur, sem studdi þær
sagnir, að þessir hefðu með Ólafi digra framazt. Álíka
mikill hópur í heimildum voru kynstórir menn, sem með
honum sátu stundum, og fáeinna smærri manna er getið.
Gísla fjóra hafði hann í gestasveit sinni, að ætla má:
Egil Síðu-Hallsson, Gelli Þorkelsson, sem síðar varð hirð-