Saga - 1964, Blaðsíða 153
HÚSAVÍKURVERZLUN 1 FRlHÖNDLUN 145
voru aðallega Georg Andreas Kyhn stórkaupmaður og
Örum & Wulff, en báðir þessir aðilar ráku jöfnum hönd-
um fastaverzlun og lausaverzlun. Kyhn var mjög umsvifa-
mikill í verzluninni eystra og nyrðra á þessum árum og réð
um tíma yfir allri verzlun á Austurlandi, nema Djúpa-
vogi, og hafði auk þess fastar verzlanir á Akureyri og
Siglufirði. Örum & Wulff, sem voru upphaflega í félagi
við Kyhn, byrjuðu sjálfstæða verzlun á Eskifirði árið
1798 og áttu eftir að verða honum skæðir keppinautar.
Eins og fyrr er getið, var mjög hart í ári 1798, ekki
sízt í norðursveitum Þingeyjarþings og ekki von um aðra
siglingu en hið eina skip Hansteens. Þóttu það því að von-
um mikil tíðindi og góð þar nyrðra, er það spurðist, að
skip frá Kyhn væri komið til Raufarhafnar, og nokkru
síðar kom þangað annað skip, sem Jens Andreas Wulff
kaupmaður réð fyrir. Hinn síðarnefndi sendi skipstjóra
sinn landleiðis á fund presta og ýmissa betri bænda þeirra
erinda að hvetja þá til að koma og verzla við hann á Rauf-
arhöfn. Kom skipstjóri meðal annars til séra Einars Árna-
sonar á Sauðanesi, sem hvatti hann til að sigla skipinu
til Þórshafnar og varð það úr, eftir að skipstjóri hafði
mælt höfnina þar og komizt að þeirri niðurstöðu, að hún
væri góð fyrir lítil skip.
Frá þessu skýrði séra Einar Þórði sýslumanni í bréfi
t>ann 18. ágúst þetta sumar. Kvað hann skip Wulffs hafa
legið á Þórshöfn fulla viku, „og gediadest oss her miklu
ketr ad hans Höndlan heldr enn Kyns“. Þess vegna bað
Sei’a Einar sýslumann eindregið að fara þess á leit við
stjórnina, að hún leyfði verzlun á Þórshöfn, enda vilji
AN ulff gjarnan stofna verzlun þar, en hann óttist að Han-
steen og Kyhn muni reyna að sporna við því. Ef af þessari
verzlun yrði, myndi sveitin verða miklum mun byggilegri,
þar eð alltaf ætti þá að geta fengizt matvara á Þórshöfn,
>>því hvad giorde meira til mannfellers her sídast [í Móðu-
harðindunum] enn Kaupstadar fiarlægd!"22
í bréfi sínu til rentukammers 26. september 1798 um
10