Saga - 1964, Blaðsíða 145
HÚSAVÍKUKVERZLUN 1 FRlHÖNDLUN
137
arinnar. Auðvelt sé meira að segja að sanna, að menn hafi
hvað eftir annað komið til Húsavíkur til að fá þar ýmis-
legt, er þá vanhagaði um, en orðið frá að hverfa í erindis-
leysu.
Þetta allt og hið gífurlega háa verð á innfluttum vörum,
sem sýslumaður álítur uppsprengt bæði af skortinum í
héraðinu og af háu innkaupsverði á svo þröngu viðskipta-
svæði sem Kaupmannahöfn var, kveður hann hafa neytt
2/s af sýslubúum til að sækja verzlun til Akureyrar. Þangað
hafi meira að segja íbúar Presthólahrepps rekið sláturfé
sitt haustið áður, eða um 20 mílna leið, sem liggi yfir 5
stórár og 2 fjallvegu, en um svo langa leið og erfiða hafi
þeir hins vegar ekki getað flutt neitt teljandi til baka af
matvörum og öðrum nauðsynlegum þungavörum.
Sama máli gegndi um sumar framleiðsluvörur bænda,
sem erfiðar voru í flutningum, að þær söfnuðust fyrir, án
þess þeir gætu komið þeim til Húsavíkur, hvað þá til Ak-
ureyrar. Þannig skýrðu nokkrir bændur á Sléttu Þórði
sýslumanni frá því á manntalsþingi vorið 1797, að þeir
settu allmikið af lýsi, sem hefði verið að safnast fyrir hjá
þeim í meira en 2 ár, þar eð þeir hefðu ekki getað komið
því í kaupstaðinn, enda skorti þá báta til slíkra flutninga.
Báðu þeir hann því eindregið að reyna að koma því til
leiðar, að skip yrði sent til Raufarhafnar frá Húsavík eða
Akureyri til að sækja þessar og aðrar vörur bænda, enda
hefði það matvörur meðferðis í staðinn. Þórður færði
þetta í tal við faktorinn á Húsavík. Árangur varð enginn,
en ekki getur hann um það í þessu bréfi, sem er dagsett
29. júní 1797, eins og fyrr segir, hvort hann hafi einnig
leitað fyrir sér á Akureyri eða ætli að gera það. Hafi svo
verið, virðist það ekki heldur hafa borið árangur, því að
þess sést hvergi getið, að Hansteen hafi kært yfir neinni
olöglegri samkeppni við sig að þessu sinni, en það var
hann óspar á, ef einhver utanaðkomandi leyfði sér að
verzla á Raufarhöfn, eins og nánar verður getið síðar.
Niðurstaða Þórðar sýslumanns er sú, að hið bága ástand