Saga - 1964, Blaðsíða 15
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
7
Korn og skreiS.
Árið 1186 heldur Sverrir konungur hina frægu bindind-
isræðu í Björgvin og segir m. a.: „Vér viljum þakka hing-
aðkomu öllum enskum mönnum, þeim er hingað flytja
hveiti og hunang, flúr eða klæði. Svo viljum vér og þakka
þeim mönnum öllum, er hingað hafa flutt léreft eða lín, vax
eða katla. Þá viljum vér og til nefna, er komnir eru af
Orkneyjum eða Hjaltlandi eða Færeyjum eða fslandi, og
alla þá, er hingað hafa flutt í þetta land þá hluti, er eigi
má missa og þetta land bætist við. En um þýðverska menn,
er hingað eru komnir mikill fjöldi og með stórum skipum
og ætla héðan að flytja smjör og skreið, er mikil landeyða
er að þeirra brottflutningu, en hér kemur í staðinn vín,
er menn hafa til lagzt að kaupa hvorir tveggju, mínir
menn og bæjarmenn eða kaupmenn,-------------verði þeir í
braut héðan, og hefur þeirra erindi orðið oss óþarft og
voru ríki“1 )• Talið er, að Þjóðverjar þeir, sem hér um ræð-
ir, hafi verið frá Vestur-Þýzkalandi og borgum við Rínar-
mynni, en þar áttu menn meira aflögu af drykkjarföngum
en korni. Lýbika og austurþýzku borgirnar virðast hins
vegar ekki taka neinn teljandi þátt í siglingum til Björg-
vinjar fyrr en fólksfjöldinn var orðinn svo mikill í boig-
inni og verstöðvum Norður-Noregs, að fólk þarfnaðist þar
allmikils aðflutnings af korni (Schreiner: H. N. 16—17).
Grundvöllur fólksfj ölgunarinnar voru auknar fiskveiðar,
svo að hér er um margslungið alþjóðlegt fyrirbæri að ræða,
sem á rætur í aukinni ræktun og iðnaði, vexti borga og
fólksfjölgun í Evrópu. Efling kirkjuvaldsins á 11. og sér-
staklega á 12. öld, föstur kirkjunnar og klausturreglur
juku mjög fiskmarkaðinn, svo að fjölmargt hélzt í hendur
og stuðlaði að þeirri þróun, sem varð í atvinnu- og verzl-
unarmálum Noregs á 12. og 13. öld.
Árið 1191 segir sjónarvottur, að í Björgvin sé svo mikið
1) Sverris saga, Kria 1920, kap. 104, bls. 110.