Saga - 1964, Blaðsíða 41
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
83
og fylgdu þar yfirleitt slóð Norðmanna. Utan norska rík-
isins hafa Islendingar notið Norðmanna og menn gert lít-
inn greinarmun á þessum frændþjóðum, en norskar stjórn-
ir stóðu í stjórnmálasambandi við ýmsar þjóðir frá því á
10. öld.
Með milliríkjasamningum reyndu stjórnir að tryggja
rétt þegna sinna til ferðalaga og kaupskapar á miðöldum,
eins og þær gera enn í dag, en utan ákvæða samninganna
lá oft hnefarétturinn á næsta leiti. Þess ber þó að gæta, að
farmönnum stóð þá meiri ógn af náttúruöflum en víking-
um, og framandi kaupmenn nutu víða sæmilegs réttarör-
yggis í kaupstöðum á friðartímum. fslendingar hafa því
getað freistað gæfunnar og siglt á eigin ábyrgð til Dan-
merkur, Bretlandseyja og jafnvel suður á Frakkland, eink-
um á vegum kirkjunnar, eftir að biskupsstólar hófust í
landinu. Kirkjan var alþjóðleg stofnun, sem gat oft rétt
hlut þjóna sinna, ef því var að skipta. Þess ber þó að gæta,
að eina íslandsfarið eða íslenzka skipið (navis Islandiæ),
sem heimildir greina við Frakkland á miðöldum, er gert
upptækt þar í landi.
I samningunum við Ólaf helga er gert ráð fyrir því, að
íslendingar sigli til annarra landa en Noregs, þ. e. stundi
sjálfstæða kaupsiglingu. Þeir höfðu staðið talsvert í kaup-
ferðum og landkönnunum, en á 3. tug 11. aldar eru þeir
dagar að mestu taldir. Samt sem áður vilja fslendingar
halda réttinum til frjálsra ferða, hvert sem þeim þókn-
ast, þótt þeir eigi þess lítinn kost að neyta hans. Úr því
líður á 11. öld, munu íslendingar yfirleitt ekki hafa stund-
að kaupsiglingu nema í félagi við Norðmenn, en þess eru
ærin dæmi í heimildum, að þeir kaupi hlut í norskum haf-
skipum.
f sjöttu grein Gamla sáttmála segir, að íslenzkir menn
skuli hafa slíkan rétt í Noregi „sem þá er þeir hafa beztan
haft og þér hafið sjálfur boðið í yðrum bréfum". Þau kon-
ungsbréf, sem hér um ræðir, eru með öllu ókunn, en hinn
3