Saga - 1964, Blaðsíða 25
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
17
lagt þær upp í öruggri höfn og beðið viðskiptavinanna, sem
þangað komu hvaðnæva úr ríkinu. Þeir bjuggu því um sig
í Björgvin eftir beztu getu, og hafi stjórnin ætlað að láta
þá kenna þar á húsbóndavaldi sínu, þá bundust þeir sam-
tökum til varnar. Þýzka verzlunarskrifstofan eða kontór-
inn í Björgvin er orðin föst stofnun fyrir miðja 14. öld.
Þegar svo var komið, var lítið orðið eftir af sjóveldi norska
ríkisins. Þótt Hansamenn legðu undir sig utanríkisverzlun
þess og innanlandsverzlunina að miklu leyti, þá höfðu
norskir borgarar í Björgvin haldið að mestu skattlands-
verzluninni og norðurferðunum í sínum höndum, en nú
áttu þeir einnig að missa þann spón úr aski sínum.
Norska skattlandsverzlunin.
Á árunum 1262—’64 varð Island skattland norsku krún-
unnar með sérstökum landsréttindum, eins og kunnugt er.
Þá lutu henni einnig skattlöndin: Finnmörk, Færeyjar,
Orkneyjar, Hjaltland, Suðureyjar, Mön og Grænland. Suð-
ureyjar og Mön voru þá orðnar í mjög lausum tensglum
við ríkisheildina og féllu í hlut Skotakonungs við samn-
ingana í Perth 1266, en Orkneyjar og Hjaltland gengu
undan ríkinu á 7. tug 15. aldar. Konungar töldu sig hafa
allmikinn rétt til íhlutunar um verzlun og siglingar skatt-
lendinganna. Ihlutunarréttur konunga um verzlun og við-
skipti er talinn ævaforn, jafnvel runninn frá framlögum
ættsveitunga í forneskju til konunga og höfðingja.1) Forn-
ar sögur herma, að konungsverzlun hafi verið komin á
norður á Finnmörku þegar á dögum Haralds hárfagra.2)
I upphafi 12. aldar töldu konungar sér einkarétt á allri
1) Ngl. III, 134—135; IV, 360 o. áfr; Gras: E. E. C. S. 16; Ræstad:
K. S. 51—53.
2) Egils saga, 8.—10. kap. og 16.—17. kap.; Heimskringla, Ólafs
saga helga 91., 164. og 189. kap.; Haralds saga harðráða 104., 106. og
107. kap; Sigurðar saga Jórsalafara 28. og 29. kap. — Sverris saga,
"4. kap.
2