Saga - 1964, Blaðsíða 43
ÞÆTTIR ÚR VERZLUNARSÖGU
35
á síðari hluta 12. aldar, en utan Noregs hafa þeir átt mest
skipti við fólk á Bretlandseyjum. Ensk heimild frá því um
1140 segir, að skip frá íslandi kæmi til Bristol. Skip frá
íslandi er á höfninni í Járnamóðu 1224. I Jarteinabók Þor-
láks biskups annarri segir, að maður í Kynn á Englandi
hafi látið gera líkneski til dýrðar hinum sæla Þorláki
biskupi. Þessi dánumaður er nefndur Auðunn, svo að hann
hefur sennilega verið norrænn farmaður, jafnvel íslend-
ingur. Borgarnafnið mun misritun á Lynn, en kaupmenn
þar áttu mikil skipti við Noreg. Samskipti Islendinga við
Englendinga hafa verið um Noreg og Orkneyjar og í
félagi við Norðmenn. Encyclopædia Britannica segir, að á
skrám standi, að á stjórnarárum Játvarðs I (1272—1307)
hafi 36 skip og „barks“ verið gerð út frá Dunwich. hafn-
arbæ nokkru fyrir sunnan Járnamóðu, til Norðursjávar,
íslands og annarra landa. Þessi frásögn mun helzt styðj-
ast við rit Th. Gardners: An historical account of Dun-
wich, anciently a city, — 1754. Gardner segir, að á dögum
Játvarðs I hafi um 20 skip siglt árlega frá Dunwich til
íslands og Norðursjávar. Hann mun hafa haft undir
höndum heimildir, sem nú eru glataðar.1) Englendingar
hafa það fyrir satt, að forfeður þeirra hafi stundað sigl-
ingar til Islands á 13. öld, en ærið er það vafasamt, og
aldrei hefur kveðið mikið að þeim sjóferðum og sízt á
síðari hluta aldarinnar.
íslendingar voru hafskipafáir á miðöldum, eftir að 10.
öldinni lauk. Síðasta skipinu, sem um getur í eigu þeirra
á þjóðveldisöld, siglir Snorri Sturluson hingað frá Noregi
1220, og nokkru síðar er þess getið, að Islendingur eigi eða
leigi hlut í skipi með Norðmönnum. Islendingar höfðu
jafnan átt langmest skipti við þá, og á öðrum fjórðungi
13. aldar virðast þeir orðnir alleinráðir um siglingar hing-
D J. Jóhannesson: Islendinga s. I, 385—387; — The Mariner’s Mirr-
°r> XXV (1939), 170—177; D. Burwash: English Merchant Shipping
1460—1540, Toronto 1947, 70.