Saga - 1964, Blaðsíða 80
72
BERGSTEINN JÓNSSON
en aðrar plágur, sem leiddar voru yfir landsmenn af
mannavöldum. Hér var eins og oftar að ræða um stofu-
vizku velviljaðra manna, sem þráðu að geta rennt styrk-
ari stoðum undir borgarastétt lands síns. En þeim sást
yfir, að þeir, sem kaupmennirnir áttu að auðgast á, voru
líka dauðlegir menn.
Eftir að einokunin komst á, hefði engum átt að blandast
hugur um, að ísland var orðinn mikilvægur hlekkur í
þjóðarbúskap hins danska ríkis. Aldrei varð sú vitneskja
samt sérlega útbreidd, hvorki meðal Islendinga né Dana,
og þegar íslenzkir fræðimenn, Jón Sigurðsson og arftakar
hans, drógu þessa staðreynd fram í dagsljósið á nítjándu
öld og auglýstu hverjum þeim, sem sjá vildi, urðu margir
til að andmæla henni að óathuguðu máli sem fáránlegri
fjarstæðu. Áframhaldandi athuganir hafa samt sannað
þetta, svo að ekki verður hrakið með þeim gögnum, sem
fyrir liggja.
Eins og tíðkanlegast var meðal Evrópuþjóða, var Dön-
um allt frá miðöldum skipt ofan frá og niður úr í hinar
þrjár sígildu stéttir. Á þessu sviði sem mörgum öðrum
voru íslendingar að mestu sér um þróun.
Fyrsta stétt, klerkastéttin, var úr sögunni sem áhrifa-
vald í íslenzku stjórnmálalífi, eftir að konungur undirok-
aði kirkjuna um miðja sextándu öld. I stað þess að halda
konungsvaldinu hér í skefjum, gerðist kirkjan eftir siða-
skiptin auðmjúk ambátt þess, lagði því til skotsilfur í
svipinn og arðbærar eignir til frambúðar. Einnig trúa
talsmenn og þjóna um allt land, prestana. Svipuðu máli
gegndi um þetta í Danmörku.
Önnur stétt, erfðaaðall með lénsvaldi og ríkisráðssetu,
var aldrei til á íslandi. Höfðingjarnir hér voru einungis
efnaðir stórbændur með tiltekin pólitísk réttindi, og þó
að einn og einn íslenzkur valdsmaður væri herraður eða
sleginn til riddara af konungi sínum fyrir dygga þjónustu
eða við hátíðleg tækifæri, þá var þar aldrei um arfgenga
tign að ræða.