Saga - 1964, Blaðsíða 52
44
BJÖRN ÞORSTEINSSON
áttu allmikinn þátt í samningu hennar og fengu mörgum
ákvæðum hennar breytt, en ókunnugt er, að þeir hafi
amazt við þessu atriði. Það hlýtur að hafa átt sér formæl-
endur meðal íslenzkra stórhöfðingja, þegar bókin er lög-
tekin. Það bendir til, að þá hafi þeir verið farnir að stunda
kaupsiglingu í félagi við Norðmenn og átt hagsmuna að
gæta sem kaupmenn. Þá á Skálholtsstóll skip í förum, og
síðar segir um Hólastól, að hann hafi átt hlut í nær öllum
skipum, sem til íslands sigldu.
Yfirlit.
Samskipti íslendinga við aðrar þjóðir urðu ýmsum
erfiðleikum háð, þegar tíminn hafði þurrkað út forn
ættatengsl og kynni landnámsaldar (870—930). Eyríki,
sem átti yfir úthaf að sækja til annarra landa, varð að
tryggja rétt þegna sinna erlendis, og það gátu íslend-
ingar einungis gert í Noregi; þar sömdu þeir um rétt sinn
við Ólaf konung helga um 1022. Eftir það fór kaupsigl-
ing þeirra og samskipti við umheiminn nær eingöngu um
norska ríkið. Norskir farmenn urðu að mestu einráðir um
siglingar til íslands, en íslenzkir höfðingjar eiga þó skip
og stunda félagsútgerð með Norðmönnum fram á 13. öld.
Allt fram á 14. öld fluttu íslendingar aðallega út land-
búnaðarvörur: vaðmál, skinn, ull, og nokkrum sinnum er
getið um útflutning fálka, brennisteins, hesta og mjöls.
Vaðmálið var aðalútflutningsvaran, en tízkubreytingar og
aukin klæðagerð á Vesturlöndum valda því, að sumar gerð-
ir íslenzkra vaðmála falla úr sögunni um 1200 og aðrar
í verði á 13. öld. íslenzki vörumarkaðurinn virðist ekki
hafa haft mikið aðdráttarafl á 13. öld, og kaupsigling til
landsins er dræm. Um 1262 munu íslendingar hafa verið
hafskipalausir. Þá játuðust þeir undir veldi Noregs kon-
ungs með þeim skilyrðum m. a., að hann ábyrgðist þeim
siglingu 6 skipa árlega forfallalaust, en áskilja sér ákvörð-
unarvald yfir íslenzku verzluninni í samráði við hann.