Saga - 1964, Blaðsíða 84
76
BERGSTEINN JÓNSSON
danska aðlinum hefði tekizt að snúa um hjóli tímans og
þróunarinnar, svo að í stað þess að feta sig fram á leið í
átt til þjóðfélags borgarastéttarinnar, yrði að hætti Pól-
verja reynt að hverfa aftur í tímann til lénsveldis miðald-
anna.
En er til lengdar lét, reyndist danski aðallinn ekki því
verkefni vaxinn, þótt öflugur væri, að stjórna rás tímans.
Má meira að segja fullyrða, að hann hafi með skammsýni
og hroka tekið eigin gröf á furðu skömmum tíma.
Eftir misheppnað styrjaldarævintýri við Svía, sem Dan-
ir hröpuðu að af lítilli fyrirhyggju og sluppu loks frá illa
lagðaðir, kom að skuldadögum aðalsins. í sjálfu stríðinu og
eftir það fylltu ýmsir af tignustu sonum Danmerkur svo
mæli synda sinna, að út af flóði. Fyrst gerðu sumir þeirra
sig seka um allt milli grófustu drottinsvika og aumasta
amlóðaháttar, en að stríðinu loknu neituðu þeir jafn þver-
móðskulega og endranær að standa straum að sínum hluta
af útgjöldum, sem ekki varð komizt hjá, ef reisa átti ríkið
úr rústum. Hafði þeim þá gleymzt, að skattfrelsi aðalsins
var í öndverðu á þeim rökum reist, að hann annaðist varn-
ir ríkisins, hvenær sem að kallaði.
Meðan Kristján 4. var að síga niður hjarnið og eins
eftir að Friðrik 3. var kominn til sögunnar og átti í sem
mestum nauðum, urðu íslendingar ekki teljandi varir við
marrið í máttarviðum ríkisins. Sjálfsagt guldu þeir sem
aðrir þegnar hnignandi fjárhags og versnandi stjórnar-
fars. En í þeim efnum áttu þeir ekki úr svo háum söðli
að detta og voru ekki stórum verr leiknir en fyrr. Má
þvert á móti segja, að þeir hafi goldið mest afhroð af
völdum dönsku stjórnarinnar í upphafi sautjándu aldar-
innar, einmitt þegar stjórn Kristjáns 4. var með hvað
mestri reisn. Þegar Friðrik 3. var tekinn við taumunum,
höfðu þeir vanizt verzlunareinokuninni svo, að þeir börm-
uðu sér ekki meira undan henni en hafísum eða vorkuldum.
öruggt má telja, að frómir íslendingar hafi ekki gleymt