Saga - 1964, Blaðsíða 86
78
BERGSTEINN JÓNSSON
uðu sig, þegar fyrsta tækifærið bauðst, og með fumlaus-
um og yfirveguðum aðgerðum mátuðu þeir aðalinn, er
hann ætlaði enn einu sinni að meta eigin stundarhag meira
en lífsnauðsyn ríkisins. Var það haustið 1660, að fulltrú-
ar borgara og klerka, auk fáeinna aðalsmanna, hrifu með
einu átaki völdin úr höndum þeirra, sem skömmu áður
vissu ekki betur en þeir hefðu tryggt sér þau svo vendi-
lega, að duga mundi um alla framtíð.
Sannast sagna vitum við næsta lítið, hvenær og hvernig
fréttir bárust til Islands af þessum atburðum í Danmörku.
Þó er ekki að efa, að þeir, sem létu sig stjórnmál varða,
hafi frétt nýmælin og það, hversu þau mæltust fyrir vorið
1661. En þá voru úrslit ráðin, og venju samkvæmt hlutu
embættismenn að standa með þeim, sem skjöldinn báru.
Er ótrúlegt, að þeir Islendingar hafi verið margir, sem
fundið hafa teljandi til með ríhismönnunum, er Espólín
kallar svo, aðlinum, þegar hann ögraði sjálfum kónginum
í þrengingum hans.
Annað mál er, hvort íslendingum hafa fundizt þessir
atburðir snerta sig svo mjög, því að samkvæmt Jónsbók
var ísland (eins og Noregur) erfðaríki. En reynslan hafði
sannað, að í þeim efnum, sem ríkiserfðir vörðuðu, hlutu
Islendingar að dansa eftir pípu Dana (sbr. er Kristjáni 2.
var steypt af stóli, og eins er Kristján 3. varð konungur;
í bæði skiptin hylltu Islendingar viðstöðulaust þann kon-
ung, sem Danir höfðu tekið sér, hvað sem öllum ríkis-
erfðalögum leið).
En hafi Islendingum orðið starsýnt á þá nýlundu í
Danmörku, að þar var kjörríki breytt í erfðaríki, þá er
samt víst, að konungi og samstarfsmönnum hans 1660—
61 var ekki síður annt um framgang hins: að konungur
næði einveldi í verki ekki síður en í orði kveðnu.
I íslenzkum annálum þessara tíma er sjaldan eytt
mörgum orðum að athöfnum stjórnarinnar. Um fátt eru
þeir jafn tómlátir og Kópavogsfundinn síðla júlímánaðar
1662. Ber þar enn að sama brunni: Stjórnin haföi talað