Saga - 1964, Blaðsíða 167
HÚSAVlKURVERZLUN í FRlHÖNDLUN
159
landsins. Þær afsakanir, sem sölunefnd bar jafnan fram
vegna Hansteens, nefnilega fátækt, óhöpp og það, að hann
hafi lagt út í þessa verzlun af því, að hann átti svo fárra
kosta völ, hafa óneitanlega við rök að styðjast. En manni,
sem hafði áður starfað alllengi við verzlun á fslandi,
hlýtur þó að hafa verið það ljóst, hve áhættusöm hún gat
verið, og átti þetta ekki sízt við stað eins og Húsavík,
þar sem hafnarskilyrði voru slæm og héraðið harðbýlt,
einkum nyrðri hluti þess.
Flestir þeir kaupmenn, sem byrjuðu verzlun á íslandi
á eigin spýtur í upphafi fríhöndlunar, höfðu unnið við
íslenzku verzlunina allt frá æsku og aldrei kynnzt öðrum
verzlunarháttum en einokun og varla við öðru að búast
en þeir færu troðnar slóðir í verzlunarrekstri sínum.
Hansteen var að því leyti betur settur, að hann hafði starf-
að sem kaupsýslumaður í heimalandi sínu og það á því
tímabili, er mjög mikil umsvif voru í dönsku verzlun-
lnni, en þó skorti hann alla hugkvæmni til að reyna nýj-
nr leiðir í verzlun sinni á íslandi. Þannig barðist hann
ekki aðeins gegn því af öllum mætti, að aðrir kaupmenn
Verzluðu á Raufarhöfn og Þórshöfn, heldur vanrækti hann
°ftast að láta skip sitt koma þar við, þótt sýnt væri, að
stjórnin léti það óátalið, að hann verzlaði eitthvað þar,
að minnsta kosti á Raufarhöfn. Ástæðan fyrir þessu mun
ekki eingöngu hafa verið getuleysi Hansteens, heldur sum-
Þart hræðsla við það, að aðrir kaupmenn heimtuðu að
tttega þá líka verzla á þessum stöðum og niðurstaðan yrði
að lokum, að allir fengju leyfi til þess. Hann skildi hins
Vegar ekki, að slíkt gæti jafnvel orðið lyftistöng fyrir
Verzlun hans sjálfs, þar eð sjósókn bænda myndi glæðast
yið þnð, að þeir öðluðust aðstöðu til að koma vörum sínum
1 kaupstað án verulegra erfiðleika, en sjávarafurðir voru
einmitt dýrmætustu útflutningsvörurnar frá Islandi. Bú-
seta Hansteens í fjarlægri borg jók að sjálfsögðu ekki
eidur á skilning hans á þörfum Þingeyinga eða tilfinn-