Saga - 1964, Blaðsíða 73
LANDAFUNDURINN ÁRIÐ 1285
65
Hrafn Oddsson og Árna biskup, og er ekki enn lokið þess-
um málum þeirra.
8. Síra Þorvaldur var skuldseigur maður. Það var ekki
einungis kirkjan í Holti og Hrafn Oddsson, sem áttu hjá
honum peninga, heldur skuldaði hann einnig manni, sem
Njáll hét. Njáll leitaði aðstoðar Árna biskups til að ná
peningunum, og biskup ber því næst skuldir kirknanna og
Njáls á Þorvald. Prestur varðist um hríð, en svo fór að
hann lagði „um síðir undir biskup, hvað hann vildi af hans
fé skipta honum til handa. Nokkru síðar nefnir biskup
dóm á þessu máli og skiptir til handa Njáli náhvalstönn,
á fimmtu öln hárri, og þar með öðru fé. Og er Þorvaldur
vissi það, þótti honum afarilla, og kvað hálfu gjarnar vilja
gefa biskupi en gjalda Njáli slíka gersemi. Biskup segir
að móti, að hann vildi að Njáli þiggja tönnina, en eigi að
Þorvaldi. Gekk biskup því fast að þessu máli, að Njáll átti
skylt að lúka Hólastað í Hrepp austur, og varð þetta fé
þar til að fara. Tönn þessa hafði Þorvaldur fengið af ein-
um bónda í Vestfjörðum með klókskap."
Náhvalstönnin kemur enn við sögu, því að nokkru síð-
ar skrifar Árni biskup Hrafni Oddssyni, sem brást illa við
afskiptum biskups. „Þótti (Hrafni) vænt um, að hann
hafði veiddan þann vildasta af yfirklerkum biskups og
dregið mjög til sinnar þykkju og vitnaðist, að svo mundi
fleiri fara. Harðnaði hann og í sinni þrjózku, en sinnaði
Þorvaldi í öllu því, sem til greinar var með þeim biskupi,
og einkanlega um tönnina. Færði hann og það biskupi til
mótgangs við konunginn, að hann hefði kallazt dæma af
fyrrnefndum Þorvaldi fé hans.“ Verður enn sagt af tönn-
inni síðar.
Eins og við var að búast, undi Þorvaldur illa við dóm
biskups, og bað hann sér orlofs til siglingar, en biskup
játar því eigi. „Fer Þorvaldur í burt í óblíðu. Nokkru
5