Saga


Saga - 1964, Page 32

Saga - 1964, Page 32
24 BJÖRN ÞORSTEINSSON fagri bannaði siglingar til íslands, en leyfði síðar gegn 5 aura gjaldi á nef hvert, og var það upphaf landaura (Is- lendingabók I. kap.). I Egils sögu (62. kap.) segir, að um daga Eiríks konungs blóðaxar hafi eitt sinn verið „far- bann til allra landa úr Noregi, og komu það sumar engi skip til íslands og engi tíðindi úr Noregi“. Ólafur Tryggva- son hafði í hótunum að leggja kaupbann milli Islands og Noregs og þótti óheyrilegt, að Norðmenn ættu kaupneyti við heiðingja (Ól. s. Tr. Fornmannas. I., 142. kap.). Um 1174 voru óhægar ferðir milli Islands og Noregs „fyrir sakir ófriðar þess, er þá var millum“ landanna. Árið 1219 er farbann til íslands úr Noregi og lá við fullum ófriði. Árið 1243 segir Skálholtsannáll: „Farbann úr Noregi“. Það hefur ekki verið algjört, e. t. v. bundið við héruð Giss- urar Þorvaldssonar.1) I fornum ritum er fræg sagan um það, er Haraldur konungur harðráði veitti fjórum skipum „mjölleyfi" til Islands, þá er hér var hallæri mikið. „Hann leyfði utan- ferð öllum fátækum mönnum, þeim er sér fengi vistir um haf, og þaðan af nærðist þetta land til árferðar og batn- aðar“, segir Snorri.2) Svo er sagt, að konungur hafi boðið, að mjölið skyldi eigi selja dýrar en venjulega, kaupmenn skyldu ekki notfæra sér neyð Islendinga. Frægð sögu þess- arar í handritum sýnir glöggt, að hún hefur verið alkunn. Það er konungurinn, sem greiðir úr þörfum þjóðarinnar. Af frásögn Morkinskinnu og Flateyjarbókar er helzt að ráða, að Haraldur konungur hafi sent mjölskipin til Is- lands, átt þau eða farma þeirra, ekki kaupmenn. Erkibiskup var einn af aðalkaupmönnum Noregs, og honum veitir konungur heimild til þess að flytja mjöl til íslands skömmu eftir að erkistóllinn er stofnaður í Nið- arósi. 1) J. Jóh.: S. Isl. I. 305. 2) Heimskringla, Har. s. harðr., 36. kap.; sjá enn fr. Morkinskinna Kh. 1932, 170; Flateyjarbók, Rvk 1945, IV, 119; Fagurskinna, Kh. 1902—03, 263. J. Jóh.: Isl. saga I. 140.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.