Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Page 95

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Page 95
einkenndi næstu árin eftir þjóðfundinn, var nú komin beiskja og þyrrkingur, er að visu fór þverrandi í bili, meðan menn áttu þess að vænta 1864—1869 að rakna myndi fram úr deilunni um stjórnarskrármálið og fjárskilnað Islands og Danmerkur. Verzlunarfrelsið 1855 hafði enn lítinn ávöxt borið og ríkisstjórnin þybbaðist við að sinna óskum landsmanna um endur- bætur, sem nokkurt fé kostuðu. Hér bættist svo við hið mikla áfall, sem fjárkláðinn síðari leiddi yfir Suðvesturland, er olli eigi aðeins gifurlegu efnatjóni heldur og illvígum deilum og flokkadráttum innan- lands, en þar á ofan bættist illt árferði, er þjakaði fast högum bænda. Við þessar aðstæður hóf Tryggvi Gunnarsson þjóðmálabaráttu sína. Áhugi hans beind- ist frá upphafi fyrst og fremst að atvinnumálum, verzlunarmálum og samgöngumálum. í þessum efnum gerðist hann brautryðjandi. Þótt hann fylgdi trúlega vini sínum, Jóni Sigurðssyni, í stjórnarbótarmálinu og þó einkum fjárhagsmálinu, hafði hann aldrei ríkan áhuga á hinum æðri stjórnmálum. Kom þetta glöggt í Ijós, er Benedikt Sveinsson hóf baráttu sína fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar upp úr 1880. Var bæði, að Tryggva virtist annað þarfara, enda var honum ef til vill ljósara en mörgum öðrum, vegna kunnleika sins á dönskum stjórnmálum við lang- dvalir i Kaupmannahöfn, að sú barátta myndi um sinn til engra úrslita háð. Hann komst aldrei lengra í því að verða frelsishetja en að gerast heimastjórnar- maður og má hver sem vill lá honum það. Hann var fyrst kjörinn alþingismaður 1869 og átti síðan sæti á Alþingi til 1885, þótt eigi sæti hann öll þing þessi ár. Átti hann á þessu tímabili miklu að ráða á Alþingi jafnan um fjármál og atvinnumál einkum, enda þótti hann nær öllum fremri um vit og þekkingu í þeim efnum. 1885 hætti hann þingsetu i bili, að nokkru vegna þess, að honum likaði ekki, að þingið eyddi kröftum sínum í árangurslaust þref um endurskoðun (93)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.