Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Page 125
hinn. En hann var verklaginn með gott verkfæri.
Plinn það gagnstæða.
Því verður þetta aldrei of oft endurtekið: Lærðu
verklagni við vinnu þina og eyddu ekki kröftunum
að óþörfu.
Munið eftir.
—■ Berið mat út fyrir snjótittlingana i vetrarharð-
indum. Þeir launa það með söng á sumrin. Hættið að
taka egg frá smáfuglum. Skiljið að minnsta kosti
aldrei færri en tvö egg eftir i hreiðri. Farfuglarnir
koma til landsins tii að syngja fyrir oss og verpa
fyrir sig. Þegar öll eggin eru tekin eða ungarnir
drepnir, hafa þeir aðeins sorg af sinni löngu ferð.
—■ Drepið aldrei móður frá ósjálfbjarga ungum.
Hlífið skógarleifunum alls staðar, nóg er að gjört.
Fyrir athugaleysi og græðgi feðranna er landið viðast
nakið. Allir verða að hjálpa til að klæða landið aftur.
En það er miklu liægara þar sem skógarleifarnar eru
en þar sem grasrót er blásin burt niður að mel.
Fáið trjáplöntur frá gróðrarstöðinni og plantið þær
i skjól við bæina. Að þvi er prvði og skemmtun, og
opnar augu manna svo þeir sjá, að vér eigum og
getum byrjað að klæða landið.
Páll Melsteð
var manna skemmtilegastur í viðræðum, stálminn-
ugur og orðheppinn. Ég heimsótti hann oft og einkum
var það föst regla mín að koma til hans fæðingar-
daginn hans, siðustu 15 árin.
Eitt sinn spurði ég liann, hve gamall hann væri.
„Ég er kominn lengra en Nansen,“ sagði hann. Nú á
ég ekki eftir nema 3 stig til að komast á heimsskautið,
en Nansen komst ekki lengra en 86% stig.“ „Þú ert
viss með að komast á heimsskautið," sagði ég bros-
andi. „Já, mig langar til að reyna það.“
(123)