Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Blaðsíða 30
4
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
greinum, kvæðum og leikritum
(Sýnir 1934, Það logar yfir jöklinum
1937, og Líkkistusmiðurinn 1938).
Nöfnin sýna að hann er fullur af
hinum stóru hugsjónum og hinum
enn stærri ástríðum Hafnarskáld-
anna frá 1912. Þá hefir Guðbrand-
ur Jónsson prófessor sent frá sér
smásögusafnið Moldin kallar 1932
og allmörg söfn af greinum og fyr-
irlestrum, auk fræðibóka, og hafa
bækur hans að verðleikum náð mik-
illi hylli fyrir lipurð í stíl og fyndni.
Og loks hefir Lárus Sigurbjörnsson
sýnt að hann er ekki síður leikrita-
skáld en smásagna. Eru til vitnis
um það Þrír þættir 1930 og Stóri
foss strandar (í Borgin 1933).
Af eldri mönnum, sem fram hafa
komið á tímabilinu með rit sín er
fyrst og fremst að minnast Vestur-
íslendinganna, í safnritinu Vestan
um haf 1930 var íslendingum aust-
an hafs fyrst sett fyrir sjónir auð-
legð bókmentamannanna vestan
hafsins. Ennfremur má segja að
saga Vestur-íslendinga hafi fynst
orðið kunn almenningi með hinum
merku útvarpsfyrirlestrum Þor-
steins Þ. Þorsteinssonar: Vestmenn
1935. Loks er aðdraganda vestur-
ferðanna hvergi betur lýst en í
Æfintýrinu frá íslandi til Brazilíu
1937-8. Annars hafa þessir Vestur-
fslendingar komið fram með fyrstu
bækur sínar í óbundnu máli á tíma-
bilinu: Guttormur J. Guttormsson
með Tíu leikrit 1930, Þorst. Þ. Þor-
isteinsson með Kossa 1934, Guð-
rún H. Finnsdóttir með Hillinga-
lönd 1938, og Rannveig K. G. Sig-
björnsson með Þráðarspotta 1937.
Um allar þessa höfunda, nema
Rannveigu má vísa til upplýs-
inga í Vestan um haf. Rannveig
Kristín Guðmundsdóttir er fædd 2.
des. 1880 á Árbæ í Bolungarvík, af
fátæku alþýðufólki komin. En hún
var námfús og framgjörn og komst
um síðir á Kvennaskólann í Reykja-
vík. Þá brugðu veikindi fyrir hana
fæti, og 1902 fór hún alfarin til
Ameríku. Eftir nokkur náms og
vinnu ár giftist hún og settist að í
Leslie, Saskatchewan. Húsmóður-
störf og veikindi gátu samt ekki
meinað henni að iskrifa smásögur og
blaðagreinir. En það var ekki fyr
en í Þráðarspottum að hún réðst í að
siafna þessum smásögum til útgáfu.
Margt er vel um þessa bók hennar,
ekki aðeins lífsskoðunin, sem stend-
ur á gömlum merg og minnir á þær
Ólafíu Jóhannsdóttur og Guðrúnu
Lárusdóttur, heldur einnig sögu-
stíllinn með vestfirzku bragði. Síð-
asta sagan “Hávamál á Vöðum” er
prýðilega gerð smásaga.
Eins og kunnugt er, segja þau
Þorsteinn og Guðrún frábærlega vel
smásögur, ekki sízt Guðrún. Þó er
frumleikablær enn meiri á leikritum
Guttorm® J. Guttormssonar. Og þó
að tæplega sé að vænta áhrifa frá
honum í framtíðinni, — hann hefir
þegar haft áhrif á Jóhannes J. Páls-
son lækni, — þá hefir hann lagt
einkennilegan skerf til íslenzkra
bókmenta með þessum hugmynda-
ríku og kynlega bygðu leikritum
sínum.
Af eldri mönnum heima á fslandi,
sem ekki höfðu prentað bækur fyr
en á þesisu tímabili skal Jónas Rafn-
ar nefndur. Hann er sonur hins góð-
kunna fræðimanns og skálds séra
Jónasar Jónassonar, fæddur að Espi-
hóli, Eyjafirði 9. febr. 1887. Eftir