Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 29
Yfirlit yfir íslenzk sagna- og leikritaskáld
síðasta áratuginn (1928—1938).
Eftir Dr. Stefán Einarsson
Þeir eru ekki svo fáir, rithöfund-
arnir, sem komið hafa fram á sjón-
arsvið ritvallarins síðustu tíu árin
með smásögur, skáldsögur eða leik-
rit. Og af því að það er víst, að úr
þessum nýgræðingi verða að ispretta
tré þau, er rísi yfir kjarrið næstu
tíu til tuttugu árin, þá er mjög gam-
an að virða hina nýju höfunda fyrir
sér, ef vera mætti, að hægt væri að
spá í eyður framtíðarinnar, eftir
því sem þegar liggur eftir þá.
Þó er óhætt að fullyrða að enginn
þessiara nýju höfunda hafi skrifað
þær bækur, sem teljast mega merk-
ustu nýjungarnar í bókmentunum á
þessum tíma. Við því var heldur
ekki að búast. Það eru eldri og mið-
aldra skáldin sem skrifa þessar bæk-
ur sem verða merkivörður á leið
bókmentanna. Kamban skrifar Skál-
holt 1930-32, Laxness: Þú vínviður
hreini 1931 og Sjálfstætt fólk 1934,
Hagalín: Kristrúnu í Hamravík
1935 og Sturlu í Vogum 1938, Hulda
Dalafólk 1936 og Kristmann Guð-
mundsson Gyðjan og uxinn 1937.
Hér ætti líka við að nefna hinar
merku ræður G. Finnbogasonar:
Mannfagnaður 1937.
En yngri mennirnir hafa þó skrif-
að bækur sem styr hefir staðið um,
þótt eigi hafi þær náð há-marki, —
kannske ekki einu sinni lágmarki,
— listarinnar. Má hér til nefna hina
stórgölluðu bók Jóhannesar frá Kötl-
um Og björgin klofnuðu 1934 og
Brennandi skip Gunnars M. Mag-
núss 1935, sem að vísu er langt um
galla-minni en hin fyrnefnda. En
báðar hafa þær það sameiginlegt,
að það er í þeim veðra-þytur sterkr-
ar stefnu, og stefnan gefur þeim
lífsgildi, þótt hún bafi kannske í
öðru svift þær listargildi, eða rétt-
ara sagt, þótt höfunda hafi brostið
listartök til að klæða hana holdi.
Annars er Jóhannesi frá Kötlum ó-
hætt að syndga í óbundnu máli, svo
fastur er hann í söðli skáldfáksins í
kvæðum sínum.
Annars minnir dæmi Jóhannesar
frá Kötlum á fleiri eldri höfunda,
sem fyrst hafa komið fram sem
smásagna, skáldsagna eða leikrita-
skáld á tímabilinu, þótt þeir hafi
fengist við skáldskap í annari mynd
áður.
Þannig hefir Jakob Thorarensen
skrifað tvö smásagnasöfn Fleygar
stundir 1929 og Sæld og syndir
1937, er sýna að honum er ekki síð-
ur lagin raunsæ sagnalist en ljóða-
gerð. Eru sumar sögurnar með því
sniðugasta og fyndnasta, sem i
þeirri grein hefir verið skrifað á
íslenzku. Hulda hefir skrifað tsína
fyrstu stóru skáldsögu Dalafólk I.
1936, um sveitarhöfðingja, ættstóra
og draumgefna, um ástir, æfintýri
og fegurð. Og fyrverandi ráðherra
íslands, o. fl., 10. fl. Sigurður Eggerz
ber nú í fyrsta sinn fórnir á altari
skáldgyðjunnar í ræðum, skissum,