Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 70
SALT JARÐAR
43
hafði hvorugt þetta orð skilið, nema
á sinn einfalda barnslega hátt.
Pöður hugmyndin var eitthvað gott
og göfugt, sem verndaði hann. —
Sjálfsagt hafði móðir hans mótað
huga hans fyrstu bernsku árin. Vet-
urinn sem hún dó mundi hann eftir
voðalegu tómlæti og leiðindum, hann
mundi eftir því, að hún lá í rúminu
sínu með lokuð augu og rétti honum
ekki hendina eða brosti til hans, eins
°g hún var vön að gera. Hann
toundi, að húsbóndinn og vinnumað-
nrinn báru langann kassa út úr hús-
inu, ískulda lagði inn og einhver
tögn 0g þyngsli lágu yfir öllu á
heimilinu. Hann saknaði móður
sinnar og leitaði hennar úti og inni
°g átti altaf von á, að mæta henni.
■A-ndlit húsmóður hans var alvarlegt
°g hún klappaði honum á kollinn,
hogar hún sagði honum að móðir
hans væri komin til guðs, því hún
v®ri dáin. 0g hann vissi þá jafn-
hti6 um dauðann og um guð, en trúði
tassu og langaði að komast til guðs
°g móður sinnar, sem hann hugsaði
sór helzt að væru á einhverjum
hóndabænum sem blasti við sjónum
harna í nágrenninu. í þá daga hafði
Veröldin ekki náð út fyrir sjóndeild-
nrhringinn. Árin liðu og honum
^rðist að skilja hvað dauðinn þýddi
°g munaðarleysið. Hann var þarna
áfram og átti nú að bera nafn hús-
hónda síns eins og fóstursonur hans.
°num líkaði hvorugt, því honum
varð snemma illa til hans fyrir
Vlnnuhörku og þjösnahátt, sem kom
^am við alla á heimilinu. Hafði
j e^y aldrei síðar mætt jafn grá-
yndum og Bkapíllum manni. Á
Verjum morgni og hverju kvöldi
as húsbóndi hans biblíuna með sér-
stökum svip, alt öðruvísi en þeim,
sem var á honum þegar hann var að
skammast, og lengi vel hafði hann
haldið, að “kraftur orðsins”, eins og
húsbóndinn komst að orði, væri sá
kraftur, sem gæfi honum styrk til
að hafa alt ilt á hornum sér. Kelly
stóð stuggur af þessari stóru bók
húsbóndans og af þeim refsandi
guði, sem húsbóndinn hélt yfir höfði
hans. Þessi guð húsbónda hans var
ekkert líkur þeim milda guði, sem
móðir hans sagði honum að elskaði
og verndaði lítil börn. Svo harm
varð snemma ruglaður í guðfræð-
inni. En þegar hann löngu síðar,
fullorðinn maður, tók sig til og las
biblíuna spjaldanna á milli, fann
hann þar líka guð móður sinnar.
Húsmóðir hans var honum nota-
leg, en eftir að hann stækkaði, svo að
hann gat druslast við útivinnu, var
hann lítið í kringum hana. Hún var
önnum kafin alla daga við heimiiis-
vinnu og hafði engin ráð, nema hún
gaf honum nægilega mikinn mat.
Það mundi hann og vissi líka að það
var það eina, sem bjargaði honum
frá því að verða að aumingja i hönd-
unum á grimmlyndum og vinnuhörð-
um manni. Hann var ýmist hrædd-
ur og skælandi eða fokreiður, — og
þegar hann var 10 ára strauk hann
burtu. Berfættur á rifnum striga-
buxum lagði hann af stað og ýmist
hljóp eða gekk að honum fanst óra-
veg. Uppgefinn, sárfættur og hungr-
aður kom hann heim að fátæklegum
bóndabæ og bað um vinnu. Hús-
bóndinn þar, ungur maður, brosti að
honum og bauð honum inn og konan
gerði honum gott. Þau spurðu
hvaðan hann kæmi og hann sagði
þeim sannleikann. Maðurinn svar-