Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 103
76
TÍMAEIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS fSLENDINGA
eitthvað í spaugi eða glaðværð, að
orðin féllu eins og af tilviljun í
stuðla, og varð það smám saman til
þess að hann fór að beita þessari
gáfu sinni af ráðnum huga. En
flest af því sem hann yrkir, er inn-
fall augnabliksins. Honum hefir
farið sem fleirum hagyrðingum, að
honum var ósýnna um að liggja
yfir kveðskap sínum, meitla fiormið
og móta það aftur og aftur eftir
hugsuninni eða hugmyndinni. Þess
vegna eru ferskeytlur hans og vís-
ur yfirleitt betri en hin lengri kvæði.
Samt hefir hann ort erfiljóð, sem
eru hvorttveggja í senn, lipur að
formi og hugljúf að efni. Ljóðið,
sem hann orti um vin sinn, Pál
Jónsson í Wynyard (Glímu-Pál) er
listaverk, sökum þess einfaldleiks
og samræmis, sem einkenna það frá
upphafi til enda. f því eru þessar
vísur:
“Það mega allir eiga víst,
að örlag-ahjólið þangað snýst,
sem hvíldin og friðurinn fiimast.
Þegar síðasta sólarlag
sveiflar geislum á. liðinn dag,
við sjáum að margs er að minnast.”
I>ú áttir svo mikið andans þrek,
sem aldrei brást eða frá þér vék,
það fylgdi þér úti og inni.
Þín hreina, göfuga, glaða lund,
gerði dýrmæta hverja stund,
sem naut eg í návist þinni.”
Af kvæðum, sem eru bæði gaman
og alvara, vil eg tilfæra eftirfarandi
“Þakkarávarp til veraldarinnar”:
Veröld min, eg þakka þér,
þúsund sþæni og bita,
sem þú hefir miðlað mér,
meir en sumir vita.
Þó eg hreþpti engan auð
og ekikert tignarsæti,
eða pokapresta brauð
svo pyngjan þrifist gæti.
Þinna gæða þrátt eg naut
og þótti gott að lifa;
sætan Evu epla-graut
át eg mér til þrifa.
Mörg eg gerði glappaskot,
gagnið varð því minna,
bar þó marka björg i kot,
úr búri nægta þinna.
Þó eg gengi í glópsku haug
og gæfumerkið félli,
fyrir þína trygða-taug
tókst að halda velli.
Sumir lasta og lemja þig,
en lofa dygðir sínar.
Þú hefir aldrei erft við mig
yfirsjónir mínar.
Skólakenslu skuld við þig
skrifa eg neðst í dálkinn;
þú mátt eiga eftir mig
asna-strika dálkinn.
Af vísum Valdimars hafa sumar
gamanvíisur hans orðið kunnastar
meðal almennings. Hygg eg að
fyndni Valdimars sé vinsælust sök-
um samlíkinga hans, sem oft eru
óvenjulegar, og þó ljósar. Orða-
leikir koma sjaldan eða aldrei fyrir
í hans kveðskap, og að því leyti er
hann gjör-ólíkur Káin. En hug-
myndirnar eru víða smellnar og
skemtilegar. Sem dæmi um óvenju-
legar samlíkingar tel eg vísur sem
þessar:
Hnignun.
Niður týnist mannlegt mál,
minnið hylur þoka.