Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 57

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 57
r Hsleosfear ©gg aðrar ^Meraciar IboRmeiaÉiir í Canada Eftlr O. Amason Það er alkunnugt að engin þjóð í heimi á eins mörg iskáld í hlutfalli við mannfjölda og íslenzka þjóðin. 0g á sama mælikvarða talið mun meira vera gefið út af bókum og blöðum á íslandi heldur en í nokkru öðru landi. Þessi mikla bókmenta starfsemi svo smárrar þjóðar hefir verið stöðugt undrunarefni útlendra fræðimanna, sem hafa kynt sér fornar og nýjar íslenzkar bókment- ir. Menn hafa reynt að finna or- sakir þessarar merkilegu starfsemi, en engar fullnægjandi skýringar á henni hafa fengist ennþá. Hvers vegna þróuðust hinar fornu íslenzku bókmentir hjá afkomendum hinna fáu þúsunda manna, sem fluttust frá Noregi til íslands seint á níundu og snemma á tíundu öld? Hvernig stóð á því að þrátt fyrir alla eymd og hnignun þjóðarinnar á miðöldum hennar, þegar hún var orðin aðeins helmingur af því, isem hún áður var, að tölunni til, og minna en það í öllum öðrum skilningi, að bókmentir hennar liðu ekki algerlega undir lok? Það hefir verið mikið um það sagt, að íslendingar til forna hafi tekið hneigðina til skáldskapar að mestu leyti í arf frá þeim hluta landnámsmannanna, sem voru írsk- ir (keltneskir) að ætt. En það leikur mjög mikill vafi á, hversu mikill hluti þess fólks, sem til fs- lands fluttiist á landnámsöldinni, hafi verið írskur. Sumir halda, að hann hafi verið mjög smár, aðrir, að hann hafi verið allstór, jafnvel alt að helmingur allra landnámsmanna. En þar er ekki nema á eintómum ágizkunum að byggja. Og jafn ó- vissar sem þær ágizkanir eru, er þó enn óvissara með erfðir eiginleik- anna. Enginn veit neitt með vissu um það, hvernig andlegir eiginleikar ganga í erfðir. Skáldskapargáfur virðast sjaldan ganga beint í erfðir frá foreldrum til barna. En hins vegar virðist þó isem að sú gáfa og ýmsar aðrar gáfur eða hneigðir til vissra andlegra starfa haldist við í sumum ættum, ekki mann fram af manni, heldur komi fram af og til. Það getur þess vegna vel verið nokk- ur sannleikur í því, að hneigð fs- lendinga til skáldskapar bæði fyr og síðar sé að einhverju leyti arfur frá hinum keltnesku forfeðrum þeirra, sem eflaust voru miklu hneigðari til skáldskapar og höfðu frjórra ímyndunarafl heldur en hinn norræni kynþáttur. Menn þeir, sem settust að á ís- landi, voru eflaust úrvalsmenn að dugnaði, og ástæðan fyrir því að þeir fluttust þangað var sú, að þeir þoldu ekki ofríki konungsvaldsins. Þeir voru menn, sem víða höfðu farið og margt séð, þeir höfðu orðið fyrir margskonar áhrifum á ferðum sínum. Sennilega hefir þetta haft mjög mikla þýðingu fyrir andlegt líf þeirra og afkomenda þeirra. Jafn viðburðaríkt og æfintýralegt líf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.