Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Blaðsíða 40
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
bók hans. Sumar sögurnar eru
fremur viðvaningslegar. En bað er
í þeim ást Reykvíkingsins á sveit-
um og öræfum landsins, lotning fyr-
ir hinum gömlu verkalúnu bændum,
ásamt heilbrigðum skilningi á því
að lífið er starf, en ekki skemtanir
eða kaffihúsasetur á Hótel Borg.
Það er of snemt að geta nokkru í
eyðurnar um höfunda þá, sem komið
hafa fram síðan 1936, enda kann eg
aðeins skil á tveim þeirra: Hirti
Halldórssyni, er gaf út smásagna-
safnið Hraun og malbik 1936 og
Stefáni Jónssyni, höfundi að Konan
á klettinum 1937, sem líka eru smá-
sögur.
Hjörtur Haldórsson er fæddur í
Reykjavík 18. júní 1908, en ólst upp
á Borðeyri þar sem faðir hans Hall-
dór Kr. Júlíusson var sýslumaður.
Varð stúdent 1928, fór ári síðar til
Khafnar og lagði stund á músík
(fiðlu, píanó). Að prófi loknu var
hann um tíma í Vínarborg, en kom
til íslands 1934. Þar fékk hann
ekkert að gera, fór því aftur til
Kaupmannahafnar. Skrifaði hann
á leiðinni smásöguna “Hraun og
malbik” og birti hana ásamt fleirum
í dönskum blöðum. Síðan lét hann
safnið koma út á íslenzku. “Hraun
og malbik” er ágæt skyndimynd af
frægum íslenzkum málara, og fleiri
sögur eru vel sagðar. — Vorið 1938
fór Halldór til Canada, bjó um tíma
í Wynyard, Sask., en hvarf heim
aftur bráðlega.
Stefán Jónssion er fæddur að Þor-
gautsstöðum í Borgarfirði 1905, af
bændafólki kominn. Stefán gekk á
Laugarvatnsskólann tvo vetur, síð-
an á Kennaraskólann (útskr. 1934).
Nú er hann kennari í Austurbæjar-
barnaskólanum. Stefán vann verð-
laun Eimreiðarinnar fyrir smásög-
una “Konan á klettinum” 1933. Síð-
an hafa birst eftir hann smásögur í
tímaritum (Dvöl, Iðunn, Rauðir
pennar). En smásagnasafnið: Kon-
an á klettinum kom ekki fyr en
1937. í því eru laglegar sögur.
f þessu yfirliti hygg eg að ekki sé
taldir aðrir höfundar en þeir, sem
segja má um með isanni að þeir hafi
eitthvað til brunns að bera, eða séu
a. m. k. ekki óefnilegir byrjendur.
Hvað úr þeim kann að verða er auð-
vitað alt undir hælinn lagt.
Eg hefði líka gjarnan viljað taka
upp Indriða Indriðason (örlög 1930,
falleg byrjendabók) og Jón H. Guð-
mundsson (Frá liðnum kvöldum
1937, ekki ósnotrar smásögur), en
um þá höfunda veit eg ekki neitt. Á
því er og varla nokkur vafi, að fram
hafa komið í tímaritunum höfund-
ar, sem eru engu óefnilegri en þeir,
sem hér eru taldir; en eg hef gert
mér að reglu að taka þá eina, sem
bækur hafa ritað.
Hvaðan eru nú þessir ungu höf-
undar? Fimm úr Reykjavík, þrír
úr Borgarfirði, tveir af Suðurlands-
undirlendinu, tveir Austfirðingar,
einn Eyfirðingur (f), einn Skagfirð-
ingur, einn Vestfirðingur og einn af
Vesturlandi (?). Reykjavík, Borg-
arf j örður og Suðurland eru sýnilega
leiðandi, en enn sem komið er virð-
ast sveitapiltarnir ætla að snúa á
Reykvíkingana.
Þá er ekki ófróðlegt að athuga
mentun þessara manna. Tveir hafa
stúdentspróf (annar þeirra dáinn),
fjórir hafa haft einhverja gagn-
fræðaskólamentun, a. m. k. Fimm
eða sex hafa haft kennaraskóla-