Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 61
34
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þarf ekki að efast um dómgreind
hans í þeim efnum. Hann er sjálf-
ur skáld og þaullesinn í bókmentum
fjölda margra þjóða, eins og sjá má
af þýðingum hans. Næstir íslend-
ingum koma auðveldlega Úkraníu-
menn, sem eiga ekki aðeins mesta
fjölda skálda, heldur líka allmörg,
sem standa mjög framarlega.
Allmörg sýnishorn af ljóðaþýð-
ingum próf. Kirkconnells er að finna
í safni því, sem út kom fyrir fjórum
árum og heitir Canadian Overtones.
í bók þessari, sem er aðeins rúmar
hundrað blaðsíður, eru þýðingar af
ljóðum eftir 43 skáld: 15 íslenzk,
17 úkranisk, 5 sænsk, 3 ungversk, og
svo eitt af hverju, norskt, ítalskt og
grískt. Tala kvæðana er 82. Af
þeim eru 34 eftir íslenzk skáld, 38
eftir úkranisk, 10 eftir sænsk, 6
eftir ungversk og 4 skiftast á milli
skálda hinna þjóðflokkanna. öll
skáldin annaðhvort eiga heima í
Canada eða hafa átt þar heim um
lengri eða skemmri tíma. Enginn
mun efast um það, að val próf. Kirk-
connells sé ágætt, en það mætti auð-
veldlega finna önnur tíu til fimm-
tán íslenzk skáld í Canada og Banda-
ríkjunum, sem að margra dómi
mundu jafnast á við sum þau, sem
hann hefir valið eftir. En auðvitað
ber að gæta þess, að tilgangur hans
var sá, að birta aðeins sýnishom út-
lends skáldskapar í Canada, og þeiss
vegna sleppir hann öllum þeim, sem
verða að teljast til Bandaríkjanna.
Þegar tveir stærstu flokkamir, ís-
lenzku skáldin og þau úkranisku,
eru borin saman, kemur í ljós, að
það er margt líkt með þeim. Af ís-
lenzku skáldunum eru þrír bændur,
tveir kennarar, tveir læknar, einn
prestur, einn ritstjóri, tveir iðnaðar-
menn, einn verkamaður, tveir, isem
erfitt er að flokka, og ein kona,
sem hefir stundað kenslu. Af
úkranisku skáldunum eru fjórir
kennarar, tveir prestar, tveir verzl-
unarmenn, þrír verkamenn, einn,
sem verið hefir verkamaður prest-
ur og bóndi, og tvær konur; önnur
þeirra hefir verið kennari. f hvorug-
um flokknum er nokkur, sem gefur
sig eingöngu við ritstörfum, eða sem
segja mætti að hefði atvinnu af
þeim, allir hafa haft skáldskapinn
meira eða minna í hjáverkum. Af-
kastamesta og um leið höfuðskáld
okkar Vestur-íslendinga var bóndi,
en afkastamesta og fremsta skáld
Úkraníumanna í Canada hefir ver-
ið blaðamaður og háskólakennari.
Af íslenzku skáldunum er aðeins eitt
fætt í Canada, en tvö af þeim
úkranisku. Þegar tala úkraníu-
manna og íslendinga í Canada er
borin saman, kemur í ljós, að ís-
lenzku iskáldin, sem próf. Kirkcon-
nell hefir valið eftir eru langsam-
lega fleiri hlutfallslega, og það mun
eflaust gilda yfirleitt. Það eru að
minsta kosti 250,000 Úkraníumenn í
Canada en ekki yfir 30,000 íslend-
ingar. Sama gildir og um hina þjóð'
flokkana. Svíar munu vera um
40,000 talsins í Canada, en þarna
eru birt kvæði eftir aðeins fimm
sænsk skáld.
Mest af skáldskap úkranisku
skáldanna hefir birst í blöðum. Þó
hafa níu eða tíu af þeim, sem Kirk-
connell þýðir eftir, gefið út Ijóða-
bækur, og sumir fleiri en eina, einn
sex. En flestar þessar bækur eru
smáar. Af íslenzku skáldunum
hafa þrettán gefið út Ijóðabækur,