Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 54
FRANK NORTH
27
með köflum sjúklinga, bæði hér í
Valparaiso og í Santiago.” — Eg
bað nú Rosaline að skila kveðju
minni og iþakklæti til frú Mariana
°g láta hana vita, að eg mundi hafa
mikla ánægju af að tala við hana. —
Næsta dag kom Rosaline á ný með
blóm, og nokkur ljúffeng aldini, til
mín og hinna sjúklinganna þriggja.
Tveir af þeim voru nú í þann veg-
inn að fara burtu úr spítalanum.
&osaline sagði að blómin og aldinin
væru frá íslenzku ekkjunni í Vinna
del Mar. — “Nú biður frú Mariana
t'ig’ að gera nokkuð fyrir sig,” sagði
Rosaline við mig. — “Og hvað er
tað?” sagði eg. — “Hún biður þig,
þú ert svo styrkur, að skrifa á
Jslenzku einhverja vísu, eða eitt-
hvert erindi, sem þú lærðir í æsku.”
~~~ Og Rosaline rétti mér pappírsblað
°S blýant, og kom um leið með dá-
Htla fjöl til að láta blaðið liggja á,
meðan eg væri að skrifa á það. —
“Er það nauðsynlegt ?” sagði eg. —
hana langar til að þú skrifir
einhverja íslenzka vísu og sendir
sór, því að hún getur ekki komið
hingað á þeim tíma dagsins, sem
fólk vitjar sjúklinganna.” — Eg
settist nú upp í rúminu með aðstoð
hinnar góðu hjúkrunarkonu, og hlóð
hún koddum að mér, svo að eg ætti
hægara með að sitja uppi. Eg tók
hiýantinn og skrifaði það, sem mér
datt fyrst í hug; <og það var þetta
eHndi eftir Jónas Hallgrímsson:
“Enginn grætur íslending,
Einan sér og dáinn;
Þegar alt er komið í kring,
Kyssir torfa náinn.”
Svo rétti eg Rosaline blaðið, blý-
antinn og fjölina, og sá eg að hún
brosti, og hún braut saman blaðið
án þess, að líta á skriftina. Hún
þakkaði mér fyrir að verða við þess-
ari bón frú Mariana, og sagði að
þetta mundi gleðja hana. — Daginn
þar á eftir kom Rosaline með blóm
og aldini, og kveðju frá frú Mariana,
og þau skilaboð, að hún væri mér
af hjarta þakklát fyrir að verða
við bón sinni og senda sér þessa
vísu, sem h'efði fært sér heim sann-
inn um það, að eg væri íslendingur.
En hún bað líka um að mér væri
sagt það, að sér þætti vísan lýsa
mjög miklu þunglyndi. Og af því
dró eg það; að frú Mariana skildi vel
íslenzku. — Eftir þetta kom Rosa-
line sjaldnar til m*n; en önnur
hjúkrunarkona kom nú oftar í henn-
ar stað. En í hvert skiftið, sem
Rosaline kom, færði hún mér kveðju
og blóm og aldini og ýmislegt góð-
gæti frá frú Mariana. — Og eg vil
taka það fram, að hinn ungi læknir
(Dr. Duran) vitjaði mín svo að
segja á hverjum degi, meðan eg var
á spítalanum. Hann var altaf ljúf-
ur og ástúðlegur í viðmóti, og virtist
vera mjög umhugað um það, að mér
liði sem bezt. Og eftir því, sem eg
kyntist honum lengur, því hlýrra
varð mér til hans, og eg bar ótak-
markað traust til hans sem læknis.
Eg var í rúmar sjö vikur á spítal-
anum. Og þegar að því kom, að eg
færi þaðan, talaði Dr. Duran við
mig góða stund, og sagði hann mér,
að eg mundi verða hraustur og
sterkur aftur innan fárra mánaða,
en að eg mætti samt ekki vinna
þunga vinnu fyrst um sinn. Eg
sagði h’onum að eg væri að hugsa
um að fara aftur til San Francisco,
en yrði samt að innvinna mér pen-