Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Blaðsíða 101
74
TÍMAKIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
barmi. Eins og í leifturlj ósi væri,
sá hann hina leyndu strauma er að
verki höfðu verið í æfireynslu hans,
og tildrögin, er þannig voru saman
ofin til að verða orsök utanfarar
hans. — Hún er órituð þessi sára
reynsla allra þeirra, er uppvaxnir
kveðja átthaga sína og ættjörð, en
óafmáanlega er hún greyft inn í
hugi þeirra og hjörtu, til daganna
enda, hvar sem leiðir þeirra liggja.
— Næsta dag sigldi póstskipið
“Laura” áleiðis til útlanda. Nokkrir
vesturfarar voru meðal farþeganna,
— flest yngra fólk, meðal þeirra
var Garðar Sveinsson frá Djúpár-
bakka.
Fell eg á þína fótskör, árstíð blóma,
friðandi angan mjúkt að vitum svífur.
Tilbeiðslulöngun — bænin — huga hrífur,
hefur sig upp á fjöðrum veikra róma.
Gefðu mér, sumar, lit frá þínum ljóma,
lofsöng, er einst og fuglinn geima klífur,
starfsdag, sem alda arfann burtu rífur,
æskunnar heyrn á lífsins vaxtar óma.
Þú, sem átt lykla að lífsins dyrum öllum,
ljúktu upp vetrarhurð frá anda mínum.
Tak hann í vorsins vermireit þinn heima.
Græddu mitt land frá fjörum upp að fjöllum,
fólki þess, sumar, gef af mætti þínum
ljósið frá þínum lampa, í hjarta að geyma.
Þ. Þ. Þ.
—Ort á Islandi 1935.