Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 126
TUTTUGASTA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
99
Þökkum 20 ára starf í þágu allra íslend-
inga. Starfið heilir
Vökumenn. Islands
Reykjavík, 22—2—39
Þjóðræknisfélag Vestur-lslendinga
Þökkum starfið. Farsæl framtíð.
Félag Vestur-Islendinga.
Nefnd sú, er sett var til að semja hlut-
tekningar og þakkar skeyti til ekkju og
erfingja G. Goodman í Wynyard, lagði
það fram í tillöguformi. Hljóðar það
svo:
Vér undirritaðir leggjum til að þingið
sendi frú Pálínu Goodman í Wynyard og
bömum hennar eftirfarandi ávarp:
“Þing Þjóðræknisfélagsins 1939
vottar yður samúð og hluttekingu
við fráfall eiginmanns yðar og föð-
ur, Guðmundar G. Goodman. Enn-
fremur viðurkennir það og þakkar
hina höfðinglegu hókagjöf, er félag-
inu hefir borist frá honum og yður,
og telur hana bera fagran vott um
ræktarsemi til félagsins og áhuga
fyrir málum þess.”
Jakob Jónsson
J. J. Bíldfell
Tillaga Dr. Beck og Asm. P. Jóh. að
þetta ávarp sé viðtekið og sent réttum
hlutaðeigendum, samþykt.
Þá las ritari þingbók sáðasta fundar,
og var hún samþykt athugasemdalaust,
samkvæmt tillögu frá B. E. Johnson og
Asm. P. Jóhannsson.
Forseti gat þess að hann hefði nú með
höndum bréf frá lestrarfélagi Gimli og
afrit af lögum þess. Er partur bréfsins
sem hér segir:
Dr. Rögnvaldur Pétursson,
Kæri vin:
Loksins sendi eg þér lög Lestrarfélags
Gimli. Eg gat það ekki fyr vegna las-
leika mins. Arsfundur félagsins var ekki
haldinn fyrri en eg var svo frískur, að eg
gæti verið þar, og svo þurfti eg að láta
vélrita lögin.........
Þinn einl.
Hjálmur Þorsteinsson
Fara hér á eftir nokkrar greinar lag-
anna, sem sérstaklega snerta tilgang fé-
lagsins og ráðstöfun eignanna, ef félagið
hættir að starfa.
Lög fyrir Lestrarfélagið Gimli.
Endurskoðuð og breytt 1938.
1. grein.
Nafn félagsins er: Lestrarfélagið Giroli.
2. grein.
Aðal-tilgangur félagsins skal vera sá,
að viðhalda íslenzkum bókmentum og ís-
lenzku þjóðemi, með því fyrst og fremst
að kaupa íslenzkar bækur.
3. grein.
Embættismenn félagsins skulu vera:
foresti, skrifari, féhirðir, bókavörður og
vara-forseti. Skulu þeir vera framkvæmd-
arstjóm félagsins. Þeir skulu kosnir á
ársfundi, til eins árs í senn.
9. grein.
.... Góður og gildur félagi er hver sá,
sem borgað hefir árstillag sitt og er fim-
tán ára að aldri, og hefir heimilisfang
innan takmarka Gimlibæjar, eða innan
fjögra mílna frá suður, vestur og norður
takmörkum Gimli-bæjar.
21. grein.
Félagið skal hætta starfsemi sem fé-
lag, er það hefir færri en sjö góða og
gilda félaga samkvæmt 9. grein, og skulu
þáverandi félagar fara með eignir og
bækur félagsins samkvæmt fyrirmælum
tuttugustu og annarar (22) greinar í
lögum þessum.
22. grein.
Geymslustað bóka og eigna félags
þessa má aldrei færa út fyrir merkjalínu
Gimli-bæjar, svo lengi sem það er starf-
rækt í anda og tilgangi þessara laga, en
ef félagið hættir starfsemi samkvæmt
fyrirmælum og tilgangi þessara laga,
eins og gert er ráð fyrir í 21. grein, eða