Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 98
LEYNDIR STRAUMAR
71
skólagöngu gæti ekki orðið — og
þá var nú að taka því, en “sigla þá
næsta stryk, eftir því sem að náði”,
eins og sjómenn komast að orði, —
og bera sig karlmannlega.
Stundum datt honum í hug að
fara til Ameríku, en hann vissi það
svo vel að foreldrar hans voru mjög
mótstæð öllum flutningi í burtu frá
íslandi. Um þetta hafði hann oft
heyrt þau tala, því að móðurbróðir
hans hafði ungur til Canada fario,
og hafði átt heima í Winnipeg árum
saman og farnast þar vel. Hann
skrifaði systur sinni af og til, lét
hann vel yfir líðan sinni, gekk vel og
hafði reglulega atvinnu, en eggjaði
aldrei neinn þann er vel gæti kom-
ist af á íslandi, nokkru sinni þaðan
að fara, en sagði jafnframt að dug-
legir menn er vildu vinna gætu kom-
ist vel áfram í Canada.
Þótt nú að stundum hugur Garð-
ars hvarflaði til Ameríku og þessa
frænda hans er hann hafði aldrei
séð, tók hann þó enga ákvörðun í
málinu — og vesturfarir voru í raun
réttri fjærri huga hans.
Vetrarvertíðin var all-stórviðra-
söm og ónæðissamt lyrir þilskipin
úti á fiskiveiðum. Oft varð að leggja
til drifs og láta reka fyrir veðri, en
á sæmilegu skipi undir góðri stjórn
með góðum félögum, var þetta svo
eðlilegt að ekki er í frásögur fær-
andi. Undir vorið ákvað hann að
yfirgefa félaga sína, og réðist þá á
reknetaskip er gert var út af ís-
húsfélagi Faxaflóa til síldarveiða.
Skipstjórinn var góðkunningi hans,
°g hið mesta valmenni. Aðeins 5
menn auk matsveins var nú öll skips-
höfnin. Skipið, þó lítið væri var
hið bezta siglingaskip og óvenju
hraðskreytt. Veiði stöðvar voru
aðallega í utanverðum Faxaflóa,
og við Snæfellsnes. Vikulega var
siglt inn með síldina frosna, skipið
losað í flýti og svo siglt jafnharð-
an aftur út til aflafanga.
Einu sinni um síðari hluta júní-
mánaðar þegar að síldarveiðaskip-
ið “Christian” var inni á Reykja-
víkurhöfn stóð svo á að póstflutn-
ingaskipið “Laura” kom þá frá út-
löndum. Garðar var niður á Zim-
sens bryggju, hafði flutt skipstjóra
sinn í land og beið nú eftir honum.
Þá kom stór bátur hlaðinn farþeg-
um, í land frá póstskipinu. Stuttu
síðar tók Garðar eftir konu og
manni, miðaldra fólki, er báru með
sér erlendan blæ. Úr kurteislegri
fjarlægð, þar sem hann stóð, heyrði
hann þau tala íslenzku með ein-
kennilegum málblæ og datt honum í
hug að þau myndu vera heimsnúnir
Vestur-íslendingar. Stuttu síðar
gaf maðurinn sig á tal við Garðar,
þar sem hann stóð við skipsbátinn
af síldarveiðaskipinu og spurði hann
að því hvort að hann gæti hjálpað
sér að sækja kistur út í póstskipið.
Fóru þeir út að skipinu, náðu kist-
unum og fluttu þær í land, >og kom
ókunnugi maðurinn þeim í stundar-
geymslu í vörugeymsluhúsi niður
við höfnina. Ókunnugi maðurinn
borgaði Garðari ríflega fyrir hjálp-
ina, og spurði hann að heiti. Garð-
ar sagði sem var, en af því að Ame-
ríku-íslendingnum þótti nafnið fá-
gætt sagði hann: “Eg á einmitt
frænda, á líkum aldri og þú ert, og
ber hann sama nafn.” Því næst
spurði hann Garðar að því hvers son
hann væri og sagði Garðar sem var.
Auglýstist það þá að hér var kominn